Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 143
Skímir
Sigmund Freud
139
En viS þessa tilslökun fara að rísa upp af hinum undirokuðu
óminnisöflum óskir, sem í svefninum gætu átt skammt til með-
vitundarinnar. Ef vér gætum orðið þeirra áskynja, mundum
vér skelfast af efni sumra þeirra og hóflausri frekju. Til þess
kemur þó sjaldan, og ef svo fer, vöknum vér við hræðslu eða
sterka óþægindakennd. En óþægindablær sumra drauma stafar
meðfram af nokkurs konar sjálfsrefsingu, sem hinn ómeð-
vitaði hluti samvizkunnar stendur fyrir. Venjulega kemst
meðvitundin ekki að efni draumsins eins og það var í raun
og veru. Hinir innri siðverðir sálarlífsins vakna ekki alveg
að vísu, en hafa heldur ekki sofið fast. Þeir hafa haft áhrif á
drauminn, á meðan hann var að leita sér tjáningar, hafa bolað
frá hinu ógeðfelldasta og breytt öðru á torkennilegan hátt,
rofið rétt samhengi og skapað fölsk tengsl, þangað til hið ein-
læga, en ósiðaða hugarflug draumsins er komið í þann buning,
sem vér munum að morgni, meira eða minna ruglingslegan,
oftast nær undarlegan og lítt skiljanlegan. Draumurinn í
hinni afbökuðu mynd er málamiðlun milli andstæðra afla í
sálarlifi voru, en málamiðlun, sem gerir oss fært að sofa.
Til þess að skilja, hvernig hinn skrýtni vefur draumanna er
ofinn, þarf að gera sér ljóst, að þó að hugsanir frá deginum
áður séu venjulega á ferðinni í draumunum og virðist beint til-
efni þeirra, þá hafa þær yfirleitt ekki nægilega orku einar út
af fyrir sig til draumsköpunar, heldur fá þær orkuna frá
frumstæðri, en sterlcri hvatahræringu, sem að deginum var
bæld niður í óminnið. Sú ómeðvitaða hugarhræring hefur í
svefninum getað sett sig í samband við þessar leifar úr vök-
unni, ofizt saman við þær og smíðað um leið einhverja fróun
eða óskaruppfyllingu, en venjulega svo dulbúna og umbreytta,
að hún er í fljótu bragði óþekkjanleg. Draumstarfið breytir
hinu dulda draumsefni í hinn augljósa draumbúning, draum-
inn, eins og maður man hann. En hin frjálsu hugsanatengsl
geta oft rakið þetta til baka, komið manni á sporið að finna,
hvað undir býr. Kemur þá í ljós, að þegar hið sofandi hugar-
flug skapaði drauminn, hefur hugurinn í hvíldarástandi svefns-
ins horfið aftur á frumstæðara þroskastig, svo að draumstarfið
verður með talsvert öðrum hætti en hugarstarf vökunnar.