Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 20
Einar Sigurbjörnsson
tagi má nefna Heidegger og frumatriði existensheimspekinnar,13 Enn-
fremur má nefna áðumefnda ritgerð „Existensiell hugsun og existens-
heimspeki.”
Föst ritgerðarefni í almennum trúarbragðafræðum voru annars vegar
„stjómmálastefnur” og hins vegar „lausnarleiðir indverskra trúarbragða.”
Þjónaði annað þeim tilgangi að gera mönnum ljósa undirstöðu vestrænnar
þjóðfélagsskipunar, en hitt var veitt í því skyni að menn gætu kynnst frá
fyrstu hendi kenningum um lausnarleiðir, sem þá áttu þegar upp á
pallborðið hér á landi í gegnum starf guðspekifélagsins og hefur síðan æ
meira komið upp á yfirborðið í hinni s.k. nýaldarhreyfingu.
Trúfræðinámið kom á eftir þessu og öðru undirbúningsnámi. í trú-
fræðikennslunni fylgdi hann bók Regin Prenters, Skabelse og genlpsning.
Sú trúfræði er barthiönsk að því leyti, að boðskapurinn er kristsmiðlægur
og Kristur, krossfestur og upprisinn, er settur fram sem mælikvarði
allrar kenningar í kirkjunni. Jafnframt því reynir Prenter að forðast það
öngvegi barthianskrar hugsunar, sem einangrar kristna trú við sögulega
opinbemn Jesú Krists og hafnar þeim spumingum, sem heimspeki og
önnur trúarbrögð hafa fram að færa.
Þessar tvær víddir koma fram í ritgerðinni „Hugtakið theologi”.14 Þar
gefur hann þessa barthíönsku skýrgreiningu á guðfræðinni:
Kirkjan skapaði guðfræðina til að gera sér grein fyrir athöfnum sínum, tilbeiðslu,
prédikun, kennslu, lestri texta og túlkun þeirra, bænagjörð, lofsöng, þjónustu að
sakramentum og öðrum helgum athöfnum. Viðfangsefni guðfræðinnar er kirkjan og
það sem í henni gerist og hefir gerst og mun gerast á komandi tímum. Kunnasti
guðfræðingur vorrar aldar, Karl Barth, orðaði þetta á þá leið, að „guðfræði stundum
vér í dag vegna þess að prédika skal á sunnudaginn kemur”.15
Síðar í sömu ritgerð segir á þessa leið:
Guðfræðingur er maður, sem rannsakar trú sinnar eigin kirkju og athugar, hvernig sú
trú verður bezt fram sett í orðum og athöfnum. Guðfræðingurinn setur sig ekki út fyrir
eigin kirkju, heldur stendur hann innan hennar.16
Hin víddin birtist í því, að þetta rýrir ekki gildi almennra trúarbragða-
fræða. Að hans mati em þau ekki hluti eiginlegrar guðfræði, heldur falla
við hlið hennar, en þau eru nauðsynlegar hjálpar- eða stoðgreinar, af því
að þau fjalla um efni, sem eru sífellt uppi á teningnum og sérhver
kennimaður verður að geta gert sér grein fyrir. Um mikilvægi þeirra
segir hann í ritgerðinni um guðfræðina:
Guðfræðingur þarf að kunna nokkur skil á þessum fræðum, þótt þau séu ekki
guðfræði. Landamærin milli þeirra og guðfræðinnar mætti afmarka á þessa leið:
Guðfræði stundum vér af því að kirkja Krists vinnur alla daga og vér þurfum að
13 Fjölrit Háskóla íslands 1969.
14 Fjölrit Háskóla íslands (ártal vantar).
15 „Hugtakið theologi" s. 4.
16 „Hugtakið theologi“ s. 8.
18