Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 22

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 22
Einar Sigurbjörnsson ritninganna” frá 1970. Þá kynnti hann síðara Vatikanþingið, „Minnisblöð um annað Vatikanþing.” Auk þessa skrifaði hann kynningargreinar um guðfræðideildina í Handbók stúdenta 1965 og kynningu á guðfræði- náminu fyrir stúdenta í fjölriti, „Guðfræðinám. Nokkrar leiðbeiningar.” I þeim báðum koma fram viðhorf hans til guðfræðinnar og sú áhersla hans, að guðfræði sé kirkjuleg, ekki aðeins fræðileg, heldur líka hagnýt. Af ritum próf. Jóhanns um efni þau er hann fjallaði um á kennslustóli, eru trúarbragðafræðin fyrirferðarmikil. Jóhann gerði sér mikið far um að kynna stúdentum stefnur og strauma í nútímahugsun í þeim tilgangi að gera þá hæfa til þess að vega og meta og nálgast stefnumar á grundvelli fagnaðarerindisins. Jóhanni var ljóst, að einangrun íslands í menningar- legu tilliti væri rofin og ásókn alls kyns menningar- og trúarstrauma ætti eftir að verða mikil. „Mikill kraftur virðist vera í ýmsum gerðum þjóðfélags- og menningarheimspeki á síðari árum, ekki sízt fyrir þá sök, að samskipti milli þjóða hafa stóraukizt um víða veröld eftir síðari stór- styrjöld.”21 Ahugi hans á að kynna stefnur og strauma í samtímahugsun var í því skyni að búa menn undir ásókn hinna nýju strauma, því að guð- fræðingur má ekki ekki láta deigan síga, þó að verkefni guðfræðinnar virðist vanmetið og margir telji tíma kirkjunnar talda: Kristnihald undir ísfargi vantrúar (glacies infidelitatis) er alveg eins merkilegt rannsóknarefni og kristnihald undir jökli er merkilegt efni í skáldsögu og leikflutning.22 Guðfræðingurinn er nefnilega kallaður til að vera trúr Drottni sínum og þeirri köllun, sem hann kallar til. Til rita í almennum trúarbragðafræðum eru veigamest Heidegger og frumatriði existensheimspekinnar (1969), „Existensiell hugsun og existensheimspeki” (1972), „Verkefni og stefnur heimspekinnar” (1972), „Kenningar Kants um hinn góða vilja” (ártal vantar) og „Carl Gustav Jung 1875-1961” (ártal vantar). A hinn bóginn ritaði Jóhann um mál, sem eru af fræðasviði kenni- mannlegrar guðfræði, einkum prédikunarfræði. Ritaði hann um prédik- unina, eðli hennar og hlutverk, form hennar og uppbyggingu og kom margt af því efni fram í fjölritum, sem hann safnaði saman í heild undir heitinu Hómiletískir þœttir II (1972). Það er góð yfirferð í prédikunar- fræði, þar sem greint er frá uppbyggingu greinarinnar, formi prédikana, vinnuaðferðum og mismunandi hlutverkum ræðu. Þá hefur heftið að geyma kafla um þróun kirkjuársins og um ræðuflutning. Sá kafli sýnir vel, að Jóhanni var ekki aðeins umhugað um innihald prédikunarinnar, heldur líka formið og flutninginn. Þar varar hann við, að „pappírsbragð” sé á prédikunum, þ.e., að prédikarar venji sig ekki á að lesa beint af blöðum. Þá er sérstakur þáttur um fjölmiðla og prédikun í fjölmiðlum. Lokaþáttur heftisins nefnist „Pistill til prédikunarbræðra” og hefur að 21 „Existensiell hugsun og existensheimspeki“ s.l 1 22 „Hugtakið theologi" s. 7. 20
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.