Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 53
Minningar um háskólakennara
og djúpri virðingu fyrir arfleifð hinnar ósýnilegu kirkju. Líklega ber
Heilaga Ritningu hæst, þegar hugsað er til trúfræðikennarans Jóhanns
Hannessonar. Kjaminn í trúfræði hans kom nemendum fyrir sjónir sem
samstæðileg greinargerð fyrir fagnaðarerindinu um Jesúm Krist, eins og
það er að finna í Gamla og Nýja testamenti.
Kennsluaðferðir prófessors Jóhanns í trúfræði voru áþekkar því, sem
við fyrr höfðum kynnzt á öðrum vettvangi. Hann predikaði ekki í
kennslustundum og var engan veginn nærgöngull um viðhorf nemenda
sinna. Skuldbindingin var auðsæ, eins og áður greinir. Jóhann var Kristi
bundinn og gefinn. En trú hans á málefnið mun hafa verið svo heil, að
hann treysti því sama málefni til að standa fyrir sínu, einungis að því væri
skilvíslega á framfæri komið.
Skýrleiki hugsunarinnar naut sín hvergi betur en hér, þessi opineyga
afstaða, sem prófessor Jóhann sjálfur nefndi „perspicuitas” upp á latneska
vísu, „gegnumskoðun” eða gegnsæi. Slíkt gegnsæi gat hvergi numið staðar
fyrr en við fótskör Hans, sem Einn Er og einn fær veitt hnýsnum huga
fótfestu og ókyrru hjarta hvíld. „Grasið visnar, blómin fölna, en orð Guðs
vors stendur stöðugt eilíflega.” Þessi orð spámannsins skína albjörtu letri
fram um heiðtjald endurminninganna, þegar hugsað er til trúfræðikennslu
Jóhanns Hannessonar.
Prestaskólakennarinn
Séra Jóhann Hannesson hlaut prestsvígslu 27. júní 1937. Prestsþjónustu
hafði hann einkum haft með höndum á kristniboðsakrinum, en einnig á
Þingvöllum um skeið. Við Háskóla Islands kenndi hann predikunarfræði
og kom jafnframt við aðra þætti „kennimannlegrar guðfræði.”
Prófessor Jóhann lét sér annt um þetta viðfangsefni. Hann vissi, að hvað
sem liði akademiskum fræaðiðkunum, væri stúdentum upp til hópa ætlað
að þjóna kirkjunni sem vígðir prestar að námi loknu. Guðfræðideildin
væri þannig öðrum þræði prestaskóli, jafnvel meginþræði. Presta-
skólakennari vildi hann vera, að svo miklu leyti sem tiltölulega þröngur
rammi námsskrárinnar framast leyfði.
Jóhanni var ofur vel ljóst, að trúin nærist á tilbeiðslu. Honum var
hugleikið, að nemendur nytu þessarar næringar eftir föngum. Sá hugur
birtist ekki einungis í tilsögn hans við messuflutning og í samstarfi við dr.
Róbert Abraham Ottósson um þau verk. Dagleg iðkun guðrækninnar sat í
öndvegi. Þar var séra Jóhann virkur vel.
Stúdentar áttu með sér morgunbænir í Háskólakapellunni alla virka
daga. Þar fóru einnig fram „stúdentamessur”, og þjónuðu þá fyrir altari
gestkomandi prestar stundum, en endranær prestvígðir háskólakennarar.
Þeir nemendur, sem ekki voru ýkja kunnugir kristilegu starfi eða
helgihaldi, er þeir settust á skólabekk, fá seint fullþakkað þennan þátt
uppeldis í guðfræðideild. Þótt ég hefði af og til sungið í kirkjukór á
menntaskólaaldri, var mér heimur helgihaldsins og hugsunarháttur að
mestu leyti framandi. Álengdar hafði ég virt fyrir mér atferli guðfræði-
51