Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 77

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 77
Menningaráhrif kristindómsins í samræmi við þessi grundvallarviðhorf tók séra Jóhann þátt í því að andæfa gegn erlendu sjónvarpi, vegna þess að íslendingar voru í hættu að glata tungu sinni og menningu. Hann taldi, að þennan menningarmiðil ættu þeir að annast sjálfir. í ljósi þessa, sem hér hefur verið sagt, er eftirtektar vert að hlusta í dag á sumt ungt fólk segja frá kynnum sínum af Austurlöndum, og hvemig þau hafa leitt til endurmats á hinum kristna menningararfi. Þetta unga fólk lýsir gjarnan yfir því, að það hefði ekki gert sér grein fyrir, hve mikið þau sjálf vom mótuð af jákvæðum kristnum arfi. Séra Jóhann var langt á undan sinni samtíð hér á landi, er hann hvatti kirkjuna til að taka í sína þjónustu vinnubrögð félagsvísinda svo sem félagsfræði og mannfræði til þess að greina rétt stöðu sína og eðli þess þjóðfélags, sem kirkjan starfar í. Hann lét sér annt um þá, sem bjuggu sig undir að taka við fræðslu- starfinu. Ég minnist þess er hann hvatti mig til framhaldsnáms. Hann vænti þess að það yrði á sviði trúfræðinnar, þar sem ég hafði sýnt þessum fræðum áhuga. En trúfræðin leiddi mig til nýjatestamentisfræðanna, einkum ritskýringar á frumtextunum. Þrátt fyrir 10 ára fjarveru við framhaldsnám, háskólakennslu og prestsstörf erlendis var manni ekki gleymt. Og þegar starf losnaði við Háskóla íslands skrifaði hann mér og lét mig fyrstur manna vita af því. Því miður fór ég á mis við samneyti við séra Jóhann þau 17 ár, sem ég var búsettur fyrst norður í landi og síðar erlendis, en þegar ég kom heim gafst lítið tækifæri til þess að kynnast honum nánar. Hann var nú slitinn maður, þrotinn að kröftum og heilsan tekin að bila. Einhverju sinni mætti ég honum í andyri Háskólans eftir nokkurt veikinda hlé og spurði hvemig honum liði, þá svaraði hann „Þetta er orðið fúið skip”. Hann var sér þess meðvitandi, að lífsfleyi hans yrði senn lagt. Það varð fyrr en okkur samstarfsmenn hans og stúdenta grunaði. Eg naut þess aldrei að hafa séra Jóhann sem kennara, en það varð hlutskipti mitt að taka m. a. við kennslu hans í trúarbragðasögu og trúarlífssálarfræði við guðfræðideildina og síðar kenndi eg um átta ára skeið í Kennarahákóla íslands sömu greinar og hann hafði kennt í Kennaraskólanum. Meðal samkennara hans, sem eg kynntist, naut hann virðingar og nemendur hans minnast hans af mikilli hlýju. Eg vil ljúka þessu máli á nokkrum orðum um persónuleika séra Jóhannns, sem mörgum fannst sérstæður. Fas hans virtist mér einkennast af hægð og festu, mál hans vitnaði um íhygli og oft brá fyrir góðlátlegri kímni. En sérstaka athygli mína vakti, að í hugarheimi hans var eins og sjónarhóll utan tímans, gamalt og nýtt var jafn nálægt. Hið breytilega greindist skýrt frá hinu varanlega. Eg hef skýrt þetta fyrir mér sem hluta þeirrar mótunar, sem hann hlaut í Kína. Að hætti fremstu kristniboða í Kína tileinkaði hann sér ekki aðeins tungumálið heldur lifði hann sig líka inn í aðstæður og hugsunarhátt Kínverja til þess að geta tjáð kristindómin í búningi þeirra aðstæðna. 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.