Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 82

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 82
Sigurbjöm Einarsson Annars rifja ég ekki upp starfsferil hans. Þar væri á mörgu að taka, ekki síst að því er snertir ritstörf hans. Væri það athugað, sem prentað er eftir hann á víð og dreif, þá myndu sæmilega ályktunarhæfir menn geta séð, að þar var margt tímabært og viturlegt orð sagt, bæði um þjóðfélagsmál og menningarmál, m.a. um sjónvarp, svo ég taki það til dæmis, orð, sem hefðu mátt vekja meiri athygli og tillit en raun varð á. Hann hafði víðari sjóndeildarhring en flestir samlendir menn sömu kynslóðar sakir menntunar sinnar og starfa erlendis og fjölþættra kynna af mönnum, sem unnu á alþjóðlegum vettvangi. Ég hef ekki þekkt aðra menn, sem horfðu opnari augum í kringum sig og til allra átta í marglyndum veðrum samtíðarinnar. Og ólíkustu málefni, sem skaut upp í iðuköstum aldarfarsins, gátu gripið hug hans, vakið honum áhuga og þörf á að rýna nánar í forsendur og söguleg samhengi. En þessi viðbrögð hins fjölgáfaða og hugmikla manns áttu ekki aðeins rætur í meðfæddri gerð hans. Þau voru kveikt og glædd við þá fölskvalausu trúarglóð, sem hann átti hið innra með sér. Hann kenndi þeirrar samúðar með manninum, að hann vildi skilja hann, hversu fjarstæðar sem hugmyndir hans eða tiltekjur kunnu að vera. Hann vildi reyna að sjá hina margvíslegu fleti mannlífsins í því eina ljósi, sem upplýsir hvem mann. Hann vissi, að kirkjan þarf að hlusta manninn, ef hún á að geta komið svari Guðs til skila. Svarið er Kristur. Lífið er Kristur. Og það var sagt við hann forðum: Allir em að leita þín. Það er hið sannasta, sem sagt verður um manninn á jörð fyrr og síðar, hversu litla grein sem hann kann að gera sér fyrir því. Trú séra Jóhanns var vakin í bemsku við kné gáfaðrar, trúaðrar móður og foreldra. Hann varð fyrir sterkum áhrifum af prestinum sínum, mikilhæfu göfugmenni. Og þegar hann var kominn til náms erlendis fyrir sérstaka handleiðslu, varð honum ljóst, hvaða köllun beið hans: Hann skyldi verða vottur Krists meðal manna, sem höfðu ekki átt þess kost að heyra orðið um lífið í honum. Stúlkan, sem gaf honum ást sína, Astríður, hafði og gengið sömu köllun á hönd og hún hvatti hann, studdi og örvaði í þessu áformi og í öllu lífi hans síðan. Jóhann fór út á kristniboðsakurinn rækilega undirbúinn og brennandi í anda, gagntekinn af þeirri löngun og von, að Kristur mætti verða vegsamlegur fyrir starf hans, hvort sem yrði með lífi eða dauða. En svo var málum háttað í Kína, að þeir, sem þangað réðust til kristniboðsstarfa, lögðu út í mikla tvísýnu og lífshættu, þar geisaði styrjöld öll þau ár, sem séra Jóhann dvaldist þar. „Kristniboði, sem fer til Kína, hefur e.t.v. ekki meiri von um að sjá ættjörð sína aftur en hermaður, sem sendur er til vígstöðvanna“, sagði hann í erindi 1947, þegar hann var í leyfi hér heima eftir 9 ára starf í Kína. En það var enginn bilbugur á honum, hann var fastráðinn í að fara aftur. „Kölluninni verður að hlýða, takmarkalaust, skilyrðislaust, af lífi og sál og heilum huga“, sagði hann ennfremur í sama erindi. Og hann fór og helgaði kölluninni krafta sína meðan grið gáfust til dvalar austur þar. 80 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.