Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 82
Sigurbjöm Einarsson
Annars rifja ég ekki upp starfsferil hans. Þar væri á mörgu að taka,
ekki síst að því er snertir ritstörf hans. Væri það athugað, sem prentað er
eftir hann á víð og dreif, þá myndu sæmilega ályktunarhæfir menn geta
séð, að þar var margt tímabært og viturlegt orð sagt, bæði um
þjóðfélagsmál og menningarmál, m.a. um sjónvarp, svo ég taki það til
dæmis, orð, sem hefðu mátt vekja meiri athygli og tillit en raun varð á.
Hann hafði víðari sjóndeildarhring en flestir samlendir menn sömu
kynslóðar sakir menntunar sinnar og starfa erlendis og fjölþættra kynna
af mönnum, sem unnu á alþjóðlegum vettvangi. Ég hef ekki þekkt aðra
menn, sem horfðu opnari augum í kringum sig og til allra átta í
marglyndum veðrum samtíðarinnar. Og ólíkustu málefni, sem skaut upp í
iðuköstum aldarfarsins, gátu gripið hug hans, vakið honum áhuga og þörf
á að rýna nánar í forsendur og söguleg samhengi. En þessi viðbrögð hins
fjölgáfaða og hugmikla manns áttu ekki aðeins rætur í meðfæddri gerð
hans. Þau voru kveikt og glædd við þá fölskvalausu trúarglóð, sem hann
átti hið innra með sér. Hann kenndi þeirrar samúðar með manninum, að
hann vildi skilja hann, hversu fjarstæðar sem hugmyndir hans eða
tiltekjur kunnu að vera. Hann vildi reyna að sjá hina margvíslegu fleti
mannlífsins í því eina ljósi, sem upplýsir hvem mann. Hann vissi, að
kirkjan þarf að hlusta manninn, ef hún á að geta komið svari Guðs til
skila. Svarið er Kristur. Lífið er Kristur. Og það var sagt við hann
forðum: Allir em að leita þín. Það er hið sannasta, sem sagt verður um
manninn á jörð fyrr og síðar, hversu litla grein sem hann kann að gera
sér fyrir því.
Trú séra Jóhanns var vakin í bemsku við kné gáfaðrar, trúaðrar
móður og foreldra. Hann varð fyrir sterkum áhrifum af prestinum
sínum, mikilhæfu göfugmenni. Og þegar hann var kominn til náms
erlendis fyrir sérstaka handleiðslu, varð honum ljóst, hvaða köllun beið
hans: Hann skyldi verða vottur Krists meðal manna, sem höfðu ekki átt
þess kost að heyra orðið um lífið í honum. Stúlkan, sem gaf honum ást
sína, Astríður, hafði og gengið sömu köllun á hönd og hún hvatti hann,
studdi og örvaði í þessu áformi og í öllu lífi hans síðan. Jóhann fór út á
kristniboðsakurinn rækilega undirbúinn og brennandi í anda, gagntekinn
af þeirri löngun og von, að Kristur mætti verða vegsamlegur fyrir starf
hans, hvort sem yrði með lífi eða dauða. En svo var málum háttað í Kína,
að þeir, sem þangað réðust til kristniboðsstarfa, lögðu út í mikla tvísýnu
og lífshættu, þar geisaði styrjöld öll þau ár, sem séra Jóhann dvaldist þar.
„Kristniboði, sem fer til Kína, hefur e.t.v. ekki meiri von um að sjá
ættjörð sína aftur en hermaður, sem sendur er til vígstöðvanna“, sagði
hann í erindi 1947, þegar hann var í leyfi hér heima eftir 9 ára starf í
Kína. En það var enginn bilbugur á honum, hann var fastráðinn í að fara
aftur. „Kölluninni verður að hlýða, takmarkalaust, skilyrðislaust, af lífi
og sál og heilum huga“, sagði hann ennfremur í sama erindi. Og hann fór
og helgaði kölluninni krafta sína meðan grið gáfust til dvalar austur þar.
80
J