Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 95

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 95
Hugtakið theologi 9. Enginn þarf að efast um að til er stofnun, sem kallast kirkja. Sú stofnun er mjög gömul og auk þess útbreidd mjög víða um lönd. í þessari stofnun gerist margt, en það sem veitir henni sérleik sinn er tilbeiðslan. Menn koma saman og tilbiðja Guð. Þar er einnig talað um Guð. Þar er sungið, lesið, leikið á hljóðfæri, sakramenti höfð um hönd. Það einkennir fólk, sem í kirkju kemur að það segist trúa á Guð og það kennir bömum sínum líka að trúa. Þessi stofnun tók upp á því fyrir löngu að iðka guðfræði vegna þess að hún þurfti á að halda vitsmunalegri greinargerð fyrir því sem hún er að vinna. Kirkjan skapaði guðfræðina til að gera sér grein fyrir athöfnunum sínum, tilbeiðslu, prédikun, kennslu, lestri texta og túlkun þeirra, bænagjörð, lofsöng, þjónustu að sakramentum og öðmm helgum athöfnum. Viðfangsefni guðfræðinnar er kirkjan og það sem í henni gerist og hefir gerst og mun gerast á komandi tímum. Kunnasti guðfræðingur vorrar aldar, Karl Barth, orðaði þetta á þá leið að „guðfræði stundum vér í dag vegna þess að prédika skal á sunnudaginn kemur”. Þar með er fundið viðfangsefni guðfræðinnar, ekki eingöngu kirkjusögunnar eins og menn kynnu að ætla. Kristnin á sér höfund, konung, Drottin, eiganda, sem hún kennir sig jafnan við, og að skilja hann og að fara að vilja hans varðar mestu í kristninni. Orð hans og orð nokkurra hinna fyrstu kristnu manna um hann em skráð á skiljanlegu máli, sem er mikið rannsóknarefni, og kristsfræðin er þungamiðja guðfræðinnar. Jesús Kristur er ekki „upphugsaður Guð”, heldur söguleg persóna, samtíða öðmm sögulegum persónum, hjá tiltekinni þjóð í tilteknu landi. Saga þjóðar hans og forsaga skiptir því mjög miklu máli. Guðfræðin rannsakar því einnig sögu ísraels og trúarbrögð og einnig þau trúarbrögð, sem vom sterkustu keppinautar hinnar ungu kristni. 10. Ekki trúa kristnir menn á annan guð en föður Drottins Jesú Krists. En þeir trúa á opinbemn hans í tveimur sáttmálum, hinum gamla og hinum nýja. Þetta sýnir hin helga bók kristninnar, Biblían. Hún saman stendur af bókum hins gamla og nýja sáttmála. En í reynd skapast eitt stórt sögulegt samhengi úr báðum sáttmálum og kirkjusögunni allt til nútímans. 11. Hugsanlegt væri að skilgreina hlutverk guðfræðinnar á nokkuð aðra lund en gert var að framan. Gemm ráð fyrir að guðfræðingurinn sé sjálfur trúaður kristinn maður og vilji rannsaka kristindóminn eins og hann lifir í honum sjálfum og e.t.v. í nokkmm af hans nánustu. Þá getur enginn neitað honum þeirrar ánægju, og út úr rannsókninni gæti meira að segja komið mjög verðmætt verk. Þess konar verk eru til í kristninni, eins og t.d játningar Ágústínusar og nokkurra fleiri mikilmenna kristninnar. Að vissu marki á það líka við um trúfræði Schleiermachers og nokkrar aðrar skyldar bækur. En þær hneigjast fremur til að verða sálfræði en guðfræði og trúarlíf einstaklinga er tekið til meðferðar í 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.