Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 95
Hugtakið theologi
9. Enginn þarf að efast um að til er stofnun, sem kallast kirkja. Sú
stofnun er mjög gömul og auk þess útbreidd mjög víða um lönd. í þessari
stofnun gerist margt, en það sem veitir henni sérleik sinn er tilbeiðslan.
Menn koma saman og tilbiðja Guð. Þar er einnig talað um Guð. Þar er
sungið, lesið, leikið á hljóðfæri, sakramenti höfð um hönd. Það einkennir
fólk, sem í kirkju kemur að það segist trúa á Guð og það kennir bömum
sínum líka að trúa.
Þessi stofnun tók upp á því fyrir löngu að iðka guðfræði vegna þess að
hún þurfti á að halda vitsmunalegri greinargerð fyrir því sem hún er að
vinna. Kirkjan skapaði guðfræðina til að gera sér grein fyrir athöfnunum
sínum, tilbeiðslu, prédikun, kennslu, lestri texta og túlkun þeirra,
bænagjörð, lofsöng, þjónustu að sakramentum og öðmm helgum
athöfnum. Viðfangsefni guðfræðinnar er kirkjan og það sem í henni
gerist og hefir gerst og mun gerast á komandi tímum. Kunnasti
guðfræðingur vorrar aldar, Karl Barth, orðaði þetta á þá leið að
„guðfræði stundum vér í dag vegna þess að prédika skal á sunnudaginn
kemur”.
Þar með er fundið viðfangsefni guðfræðinnar, ekki eingöngu
kirkjusögunnar eins og menn kynnu að ætla. Kristnin á sér höfund,
konung, Drottin, eiganda, sem hún kennir sig jafnan við, og að skilja
hann og að fara að vilja hans varðar mestu í kristninni. Orð hans og orð
nokkurra hinna fyrstu kristnu manna um hann em skráð á skiljanlegu
máli, sem er mikið rannsóknarefni, og kristsfræðin er þungamiðja
guðfræðinnar.
Jesús Kristur er ekki „upphugsaður Guð”, heldur söguleg persóna,
samtíða öðmm sögulegum persónum, hjá tiltekinni þjóð í tilteknu landi.
Saga þjóðar hans og forsaga skiptir því mjög miklu máli. Guðfræðin
rannsakar því einnig sögu ísraels og trúarbrögð og einnig þau
trúarbrögð, sem vom sterkustu keppinautar hinnar ungu kristni.
10. Ekki trúa kristnir menn á annan guð en föður Drottins Jesú Krists. En
þeir trúa á opinbemn hans í tveimur sáttmálum, hinum gamla og hinum
nýja. Þetta sýnir hin helga bók kristninnar, Biblían. Hún saman stendur af
bókum hins gamla og nýja sáttmála. En í reynd skapast eitt stórt sögulegt
samhengi úr báðum sáttmálum og kirkjusögunni allt til nútímans.
11. Hugsanlegt væri að skilgreina hlutverk guðfræðinnar á nokkuð aðra
lund en gert var að framan. Gemm ráð fyrir að guðfræðingurinn sé
sjálfur trúaður kristinn maður og vilji rannsaka kristindóminn eins og
hann lifir í honum sjálfum og e.t.v. í nokkmm af hans nánustu. Þá getur
enginn neitað honum þeirrar ánægju, og út úr rannsókninni gæti meira að
segja komið mjög verðmætt verk. Þess konar verk eru til í kristninni,
eins og t.d játningar Ágústínusar og nokkurra fleiri mikilmenna
kristninnar. Að vissu marki á það líka við um trúfræði Schleiermachers
og nokkrar aðrar skyldar bækur. En þær hneigjast fremur til að verða
sálfræði en guðfræði og trúarlíf einstaklinga er tekið til meðferðar í
93