Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 115
Myndar kristindómurinn menningu?
frá þessum hugsunarhætti voru margar ónauðsynlegar og glæpsamlegar
fóstureyðingar framkvæmdar. Meira að segja veraldlegir sérfræðingar
settust á rökstóla, þegar þeir sáu fram á, að með þessu móti yrðu flestir
þegnanna öldungar eftir nokkra áratugi, og lítill hópur vinnandi manna
yrði að sjá fyrir þeim. Kristindómurinn mætir ávallt villimennskunni með
vandamálum hennar. Hún getur klifrað hátt upp í greinar menningarinnar,
étið þær sundur eins og ormur, svo að þær detta af . . .
Nokkur sérkenni menningar
Jafnvel fróðustu menn eiga erfitt með að draga upp glögg takmörk milli
frumstæðrar menningar og hámenningar. Vér byrjum oftast menningar-
söguna með Egyptalandi og þar finnum vér, að það, sem gerði Fom-
Egypta að menningarþjóð á undan öðrum var 1) ræktun jarðarinnar, fastir
bústaðir og borgir, 2) notkun málma og steinsmíði, siglingar og
framleiðsla svo mikil að hægt var að verzla, 3) leturgerð og lestrar-
kunnátta, sem svo varð undirstaða hinna fyrstu vísindagreina, með því að
þá var hægt að byggja á samansafnaðri reynslu margra kynslóða. í fjórða
lagi finnum vér, að um framfarir var að ræða, en vöxtur a.m.k. um
allangt skeið er eitt aðalsérkenni æðri menningar, sömuleiðis það, að hún
breiðist út til fleiri en einnar þjóðar. Þó getur slík hámenning, sem hefur
öll þess sérkenni og enn fleiri, verið næst blóðug, tíðkað mannablót (eins
og t. d. má finna í Mið-Ameríku-menningunni, sýrlenzku, kínversku,
indversku og skandínavisku menningunni, áður en kristindómurinn kom
til sögunnar).
Þó að það sé venjulega talin menning, að maðurinn hafi vald yfir
moldinni, málmunum, steinunum, dýrunum, fljótum og höfum o. s. frv.,
þá er þar með ekki náð því marki, sem raunveruleg menning verður að
setja sér. Eftir er að rœkta manninn sjálfan, bæði einstakling og þjóðfélag.
Hvemig tekst manninum að gera sjálfan sig að sönnum manni og þjóðfélag
sitt réttlátt, heilbrigt og öruggt?
Þetta skildu sumir menn þegar í foröld. Þeir reyndu að leysa
vandamálin með heimspeki, en hún byrjaði snemma hjá Indverjum, Fom-
Grikkjum og Kínverjum. Þó höfðu venjur og trúarbrögð oftast meiri
áhrif en heimspekingamir. Lausnin varð hjá flestum fommenningar-
þjóðum sú, að mönnum var skipt í frjálsa menn og þræla. Sumir hinna
frjálsu lögðu rækt við sjálfa sig með því að leggja stund á bókmenntir,
heimspeki, listir íþróttir, verzlun, hemað o.fl. Ekki einu sinni Fom-
Grikkir, sem mynduðu hið fyrsta lýðræði, lögðu út á þá braut að afnema
þrælahaldið. í Aþenu munu þrír fjórðu hlutar íbúanna hafa verið þrælar,
meðan „lýðræðið” stóð sem hæst. — í Róm voru enn fleiri „viUimennsku-
merki” í menningunni. Þrælar og fangar vom hafðir að leikföngum.
Höfðingjamir og hinn frjálsi skríll skemmti sér við að horfa á, að
mönnum var varpað vamarlausum fyrir óarga dýr og þeir tættir í sundur.
113