Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 121
Saga kristinnar boðunar í frumdráttum
a) Prédikun er hluti af guðsþjónustu safnaðar, og er innrömmuð af
liturgíu, það er að segja guðsþjónustuformi í ákveðnum liðum.
b) Prédikun leggur texta til grundvallar boðskap sínum. Hún útskýrir
þann sama texta, og exegese, það er að segja ritskýring, er annað
sérkenni hennar.
c) Þriðja sérkenni prédikunarinnar er spámannlegt. Prédikun flytur
samtíð sinni boðskap, sem er lifandi orð frá Guði, talað til
samtíðarmanna (viva vox Dei loquentis).
Þegar athugaður er sá mikli fjöldi prédikana frá ýmsum öldum, þá bætast
reyndar ýmis fleiri sérkenni við þessi þrjú, og eitt eða annað hinna
þriggja kann að vanta. Þannig er t.d. kristniboðsprédikun ekki felld inn í
liturgiskan ramma að jafnaði. Til eru einnig siðaprédikanir, þar sem
aðalmarkmiðið er að innræta mönnum siðaboð kristindómsins (parenese).
Þá eru einnig fræðsluprédikanir, ætlaðar trúnemum á undan skíminni, en
einnig kirkjufólki til upprifjunar á sannindum trúarinnar.
Postulasagan sýnir allmörg dæmi um prédikanir postulatímans. Þótt
ekki sé hægt að gera ráð fyrir að þær geymi ræður postulanna orði til
orðs (ipsissima verba), sýna þær samt í megindráttum hvemig prédikað
var á postulatímanum. Annað Klemensarbréf er venjulega talið elzta
kristna prédikunin í eiginlegum skilningi þess orðs. Þar gætir hins
spámannlega boðskapar ekki að ráði, en áberandi er upphvatningin og
siðrænn boðskapur. Niðurlag bréfsins er hátíðleg lofgjörð, það er
doxologi.
Ræður Óriginesar em fyrst og fremst fræðandi, mótaðar af alle-
góriskri aðferð, sem Órignenes hafði sjálfur lært af nýplatónskum og
stóiskum meisturum.
Mælskulistin innan fomkirkjunnar náði hámarki hjá kappadókisku
feðmnum og hjá Krysostómusi. Þeir höfðu hlotið fræðslu í mælskulist
og vom snillingar í blaðalausum flutningi. Gregoríus frá Nazians er hér
einstakur. Hann notar hina grísku Logosar-aðferð, aðeins ein af ræðum
hans er eiginleg hómílía. Listrænt séð standa ræður hans á mjög háu stigi.
Jóhannes Krysostómus mótaði sterklega form kristinnar prédikunar í
fomöld. Sjálfur var hann lærður í mælskulist samtíðar sinnar og beitti
henni af frábærri snilld. Samlíkingar og föst orðatiltæki mælsku-
listarinnar notar hann frábærilega vel, enda klöppuðu menn og æptu af
hrifningu þegar hann talaði.
í paranetiskum og siðferðilegum köflum í ræðum sínum notar hann
stuttar setningar, oft spumingar og svör. Ritskýring hans er snilldarleg,
enda varðveitir hún svo vel efni Biblíunnar að menn hafa tekið ræður
hans saman í þeim tilgangi að gera úr þeim skýringarrit. Allegóriskar
skýringar notar hann miklu hófsamlegar en flestir aðrir. Meiri hlutinn af
119