Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 121

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 121
Saga kristinnar boðunar í frumdráttum a) Prédikun er hluti af guðsþjónustu safnaðar, og er innrömmuð af liturgíu, það er að segja guðsþjónustuformi í ákveðnum liðum. b) Prédikun leggur texta til grundvallar boðskap sínum. Hún útskýrir þann sama texta, og exegese, það er að segja ritskýring, er annað sérkenni hennar. c) Þriðja sérkenni prédikunarinnar er spámannlegt. Prédikun flytur samtíð sinni boðskap, sem er lifandi orð frá Guði, talað til samtíðarmanna (viva vox Dei loquentis). Þegar athugaður er sá mikli fjöldi prédikana frá ýmsum öldum, þá bætast reyndar ýmis fleiri sérkenni við þessi þrjú, og eitt eða annað hinna þriggja kann að vanta. Þannig er t.d. kristniboðsprédikun ekki felld inn í liturgiskan ramma að jafnaði. Til eru einnig siðaprédikanir, þar sem aðalmarkmiðið er að innræta mönnum siðaboð kristindómsins (parenese). Þá eru einnig fræðsluprédikanir, ætlaðar trúnemum á undan skíminni, en einnig kirkjufólki til upprifjunar á sannindum trúarinnar. Postulasagan sýnir allmörg dæmi um prédikanir postulatímans. Þótt ekki sé hægt að gera ráð fyrir að þær geymi ræður postulanna orði til orðs (ipsissima verba), sýna þær samt í megindráttum hvemig prédikað var á postulatímanum. Annað Klemensarbréf er venjulega talið elzta kristna prédikunin í eiginlegum skilningi þess orðs. Þar gætir hins spámannlega boðskapar ekki að ráði, en áberandi er upphvatningin og siðrænn boðskapur. Niðurlag bréfsins er hátíðleg lofgjörð, það er doxologi. Ræður Óriginesar em fyrst og fremst fræðandi, mótaðar af alle- góriskri aðferð, sem Órignenes hafði sjálfur lært af nýplatónskum og stóiskum meisturum. Mælskulistin innan fomkirkjunnar náði hámarki hjá kappadókisku feðmnum og hjá Krysostómusi. Þeir höfðu hlotið fræðslu í mælskulist og vom snillingar í blaðalausum flutningi. Gregoríus frá Nazians er hér einstakur. Hann notar hina grísku Logosar-aðferð, aðeins ein af ræðum hans er eiginleg hómílía. Listrænt séð standa ræður hans á mjög háu stigi. Jóhannes Krysostómus mótaði sterklega form kristinnar prédikunar í fomöld. Sjálfur var hann lærður í mælskulist samtíðar sinnar og beitti henni af frábærri snilld. Samlíkingar og föst orðatiltæki mælsku- listarinnar notar hann frábærilega vel, enda klöppuðu menn og æptu af hrifningu þegar hann talaði. í paranetiskum og siðferðilegum köflum í ræðum sínum notar hann stuttar setningar, oft spumingar og svör. Ritskýring hans er snilldarleg, enda varðveitir hún svo vel efni Biblíunnar að menn hafa tekið ræður hans saman í þeim tilgangi að gera úr þeim skýringarrit. Allegóriskar skýringar notar hann miklu hófsamlegar en flestir aðrir. Meiri hlutinn af 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.