Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 122
Jóhann Hannesson
ræðum hans flytur siðferðilegan boðskap. Hann deildi miskunnarlaust á
alls konar lesti yfirmanna og undirmanna í þjóðfélaginu.
Frá Tertullianusi kirkjuföður eru ýms rit varðveitt, en ekki ræður,
hins vegar allmikið efni um fræðslu trúnemanna. Frá Cyprianusi er
nokkuð varðveitt, en ekkert þýðingarmikið.
Ágústínus kirkjufaðir ber prédikun Ambrósíusar fagurt vitni.
„Ambrósíus fjarlægði hinn dularfulla hjúp og opnaði merkingu ritningar-
orðanna.” Þó finnst oss ekki að sama skapi mikið til um þær ræður
Ambrósíusar, sem varðveittar eru. Mikið af efninu er lán frá grískum
feðrum, en sparlega er farið með allegóriskar skýringar. Hins vegar hafa
prédikanir Ámbrósíusar ef til vill staðið í svo nánu sambandi við
litúrgíuna, að maður skilur þær ekki lengur til fulls án þess að vita meira
en nú er vitað um þetta samband við hina ýmsu liði messunnar.
Menn hafa eignað Agústínusi kirkjuföður mörg hundruð prédikanir,
sem varðveittar eru, og talið er að fjögur hundruð þeirra séu raun-
verulega eftir hann. Vafalaust hafa margar af ræðum hans verið hrað-
ritaðar jafn óðum og þær voru flutta, enda var hraðritun víða kunn í
fomöld.
De doctrina christiana heitir eitt af verkum Ágústínusar. Fjórða bókin í
því verki er oft talin vera fyrsta tilraunin til sjálfstœðrar prédikunar-
fræði. Kjami málsins í þeirri bók er ekki um form, heldur um innihald,
það sem prédika skal. Kirkjufaðirinn reynir að losa prédikunina undan
valdi mælskulistarinnar. Sjálfur var hann fjölmenntaður í þessari list, og
skildi vel hvers konar bönd hún gat lagt á boðskapinn sjálfan.
Rök Ágústínusar em á þá lund að Biblían eigi sér sína sérstöku
mælskulist, sem sé á engan hátt síðri hinni veraldlegu. í Biblíunni er að
finna hennar eigin mælskulistrænu sambönd, hennar eigin samlíkingar og
orðatiltæki, sem prédikarinn verður að læra að hagnýta. Mælskulistin er í
sjálfu sér ekki neitt markmið, heldur er hún auðmjúk ambátt guðlegrar
vizku. Þess vegna keppir kirkjufaðirinn að því marki að nota einfalt mál,
og það telur hann megineinkenni fagurs prédikunarstfls. Samt urðu áhrif
hans til þess að ýmsar kategóríur fomrar mælskulistar komust inn í
kirkjulega prédikun, og þar hafa þær haldizt fram til vorra tíma. Sem
dæmi má nefna kenninguna um þrefalt hlutverk ræðumannsins,
samkvæmt kröfum mælskulistarinnar:
docere að kenna, að fræða með ræðunni.
delectare að veita ánægju, skemmta áheyrendum.
flectare að beygja, sem hér merkir að skírskota með röksemdum
til skynsemi, tilfinninga og vilja.
Þá er einnig frá honum komin kenningin um þrjár myndir talaðs máls,
genus submissum, genus temperatum, genus grande, en í reynd merkir
120