Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 124

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 124
Jóhann Hannesson 5. Hnignunarskeið á þjóðflutningatímabilinu Á 5. öld er kominn svo mikill vöxtur í liturgíuna að hún þrengir að ræðunni. Af ræðum Leo páfa hins mikla má skilja að honum finnst það miklu varða að þreyta ekki áheyrendur sína með löngum ræðum. Þetta er auðvitað sígilt sjónarmið í öllum guðsþjónustum þar sem mikið er af öðru efni en hin venjulega ræða dagsins af stól. Ræður Leo páfa — og önnur skrif hans — einkennast af fegurð og fastri mótun, en í þeim er þó ekki spámannlegur þróttur. Það var kirkjuleg skylda að útleggja guðspjallið inter missarium sollemnia, það er innan vébanda messunnar, það er að segja aðal- guðsþjónustu helgidagsins. Meðal annars er það af þessum ástæðum að ræðan er þar sem hún er nú, en hvorki í upphafi messu né í messulok. I fomkirkjunni hvíldi ekki jafn mikil áherzla á prédikun á öllum tímum ársins. Mest var prédikað á föstunni, enda vom menn á þeim tíma öðmm fremur búnir undir skím, þeir sem óskírðir vom. Nú þróaðist fastan svo sem kunnugt er (sbr. kaflann um kirkjuárið og Tider og Texter), og um leið lengdist liturgían. Ræðan syttist um leið svo að hún verður tiltölulega stutt útlegging á texta dagsins, ásamt örstuttri siðferðilegri áminningu. En oft tóku menn á þessum tíma til láns ræður frá Ágústínusi, og lásu þær upp eins og þær komu fyrir. Frá þessu greinir Petrus Chrysologus, metropóliti frá Ravenna frá 449. Þá var Ravenna höfuðstaður Vestur- rómverska ríkisins. Caesarius frá Arles, sem dó 542, var einn mesti prédikari sinnar tíðar, og hann stældi Ágústínus kirkjuföður svo að oft er erfitt aðgreina eftir hvom þeirra einhver ræða kann að vera. Andlegur kraftur og snilld Norður-Afríkönsku kirkjunnar lifði áfram í Gallíu. Mönnum veittist þó auðveldara að skilja ræður Caesaríusar en Ágústínusar. í Gallíu var haldið fast við þá skyldu presta að prédika. Væri prestur forfallaður, átti djákni að lesa einhverja hómílíu úr ritum feðranna. Þess konar upplestur varð síðan að reglu í tíðagjörðinni, enda em kaflar úr hómílíum feðranna fastir liðir í Breviaríum Romanum. Þannig hófst sú þóun að sumt, sem áður hafði verið prédikun, varð hluti af liturgískri þjónustu. Það dofnaði yfir spámannlegum anda prédikaranna, og list ritskýringarinnar lagðist um skeið niður í kirkjunni. Aldimar voru yfirleitt óhagstæðar andlegu lífi meðan rómverska Vesturríkið var að leysast upp, og skrælingja- konungar þjóðflutingatímans óðu yfir löndin í broddi óþjóðalýða. 6. Endurreisn kirkjulegra mennta á Karlungatímabilinu Það lifnaði aftur yfir prédikuninni á tímum Karls mikla, enda var hann fmmkvöðull mennta á mörgum sviðum, og að því er tekur til skólamála, var enginn þjóðhöfðingi miðalda honum fremri. Síðari tíma konungar, þar á meðal norrænir, tóku hann sér til fyrirmyndar um eflingu kristins 122
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.