Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 124
Jóhann Hannesson
5. Hnignunarskeið á þjóðflutningatímabilinu
Á 5. öld er kominn svo mikill vöxtur í liturgíuna að hún þrengir að
ræðunni. Af ræðum Leo páfa hins mikla má skilja að honum finnst það
miklu varða að þreyta ekki áheyrendur sína með löngum ræðum. Þetta er
auðvitað sígilt sjónarmið í öllum guðsþjónustum þar sem mikið er af
öðru efni en hin venjulega ræða dagsins af stól. Ræður Leo páfa — og
önnur skrif hans — einkennast af fegurð og fastri mótun, en í þeim er þó
ekki spámannlegur þróttur.
Það var kirkjuleg skylda að útleggja guðspjallið inter missarium
sollemnia, það er innan vébanda messunnar, það er að segja aðal-
guðsþjónustu helgidagsins. Meðal annars er það af þessum ástæðum að
ræðan er þar sem hún er nú, en hvorki í upphafi messu né í messulok. I
fomkirkjunni hvíldi ekki jafn mikil áherzla á prédikun á öllum tímum
ársins. Mest var prédikað á föstunni, enda vom menn á þeim tíma öðmm
fremur búnir undir skím, þeir sem óskírðir vom. Nú þróaðist fastan svo
sem kunnugt er (sbr. kaflann um kirkjuárið og Tider og Texter), og um
leið lengdist liturgían. Ræðan syttist um leið svo að hún verður tiltölulega
stutt útlegging á texta dagsins, ásamt örstuttri siðferðilegri áminningu. En
oft tóku menn á þessum tíma til láns ræður frá Ágústínusi, og lásu þær
upp eins og þær komu fyrir. Frá þessu greinir Petrus Chrysologus,
metropóliti frá Ravenna frá 449. Þá var Ravenna höfuðstaður Vestur-
rómverska ríkisins.
Caesarius frá Arles, sem dó 542, var einn mesti prédikari sinnar tíðar,
og hann stældi Ágústínus kirkjuföður svo að oft er erfitt aðgreina eftir
hvom þeirra einhver ræða kann að vera. Andlegur kraftur og snilld
Norður-Afríkönsku kirkjunnar lifði áfram í Gallíu. Mönnum veittist þó
auðveldara að skilja ræður Caesaríusar en Ágústínusar. í Gallíu var
haldið fast við þá skyldu presta að prédika. Væri prestur forfallaður, átti
djákni að lesa einhverja hómílíu úr ritum feðranna. Þess konar upplestur
varð síðan að reglu í tíðagjörðinni, enda em kaflar úr hómílíum feðranna
fastir liðir í Breviaríum Romanum. Þannig hófst sú þóun að sumt, sem
áður hafði verið prédikun, varð hluti af liturgískri þjónustu. Það dofnaði
yfir spámannlegum anda prédikaranna, og list ritskýringarinnar lagðist
um skeið niður í kirkjunni. Aldimar voru yfirleitt óhagstæðar andlegu
lífi meðan rómverska Vesturríkið var að leysast upp, og skrælingja-
konungar þjóðflutingatímans óðu yfir löndin í broddi óþjóðalýða.
6. Endurreisn kirkjulegra mennta á Karlungatímabilinu
Það lifnaði aftur yfir prédikuninni á tímum Karls mikla, enda var hann
fmmkvöðull mennta á mörgum sviðum, og að því er tekur til skólamála,
var enginn þjóðhöfðingi miðalda honum fremri. Síðari tíma konungar,
þar á meðal norrænir, tóku hann sér til fyrirmyndar um eflingu kristins
122