Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 125

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 125
Saga kristinnar boðunar í frumdráttum dóms og útbreiðslu kristinnar menningar meðal heiðinna þjóða Vestur- Evrópu. Prédikunin lifnaði aftur við á tímum Karlunga. Tekið var upp á ný að flytja hómilíur inter missarum sollemnia. Latínu skildi almenningur í Gallíu ekki lengur á þeim tíma. Hlutverk prestanna varð nú að „transferre homilias patrum in rusticam linguam”, það er í rauninni að þýða eða endursegja ræður kirkjufeðranna á mál almennings. Þjóðólfur helgi, biskup í Orléans, lét árið 797 boðskap út ganga til sinna presta: „Sá sem Ritninguna þekkir, á að boða Ritninguna, en sá, sem ekki þekkir hana, verður að minnsta kosti að kynna fólkinu það, sem alkunnast er, til þess að menn geti forðast hið illa og gert hið góða, leitað friðarins og farið eftir orðinu.” Latneska sögnin praedicare fær um þessar mundir þá merkingu, sem haldist hefur upp frá því. Tilgangur Þjóðólfs með þessum fyrirmælum var sá að guðspjallið skyldi þýtt úr latínu í messunni, síðan skyldi það útskýrt á móðurmáli fólksins á hverjum stað, og jafnframt áttu prestar að veita kirkugestum nauðsynlega siðferðilega fræðslu. Hér verður að hafa í huga hve seint frönsk tunga mótast sem ritmál. Sú foma kirkjulega venja, að prédika í messunni, hafði aldrei með öllu liðið undir lok í gallversku kirkjunni, og var það mest að þakka áhrifum frá Caesesaríusi frá Arles, sem fyrr er getið. Á tímum Karls mikla tóku menn að leita aftur til hans, beint eða óbeint, eða þá til Ágústínusar. Kirkjulegar menntir voru um þær mundir á tiltölulega háu stigi í Bretlandi og sums staðar á Italíu, og höfðu alllengi verið miklar meðal íra. Á valdatíma sínum safnaði Karl mikli keisari að sér kirkjulegum lærdómsmönnum og efldi skóla, líkt og Bandaríkjamenn safna nú að sér veraldlegum menntamönnum úr mörgum löndum. Alquin, sem var einn fremsti menntamaður þess tíma, endurskoðaði leskaflaskrá (perikópur) kirkjunnar og mótaði í öllum aðalatriðum texta- röð og kirkjuár á þá lund, sem haldist hefir í rómversku kirkjunni, en einnig í hinni lúthersku og anglíkönsku fram til vorra tíma. Þetta á t.d. við um fyrstu textaröð hér í vorri kirkju, hinar eru yngri. Hómílíubók Alquins, þ.e. ræðusafni hans, var hins vegar þokað til hliðar þannig að það varð að víkja fyrir öðrum hómílíubókum smátt og smátt. Þýðingar- mest þeirra, sem við tóku, var hómílíubók Hrabandusar Maurusar, en Hrabandus var lærisveinn Alquins. Hrabandus er kunnur sem sálmaskáld, hann var ábóti í Fulda klaustri og síðustu ár ævinnar erkibiskup í Mains, d. 856. Hann telst fremsti biblíuskýrandi miðalda. Einfaldar hómílíur haldast síðan í kirkjunni um allar miðaldir. Frá ýmsum öldum má finna fjölmörg fyrirmæli frá biskupum til presta sinna að afrækja ekki þá skyldu að útleggja guðspjallið og til viðbótar áttu þeir að flytja kennslu í trú og siðum, meðal annars með því að kenna leikmönnum trúarjátninguna, Ave María og ýmsa aðra texta á 123
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.