Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 131

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 131
Saga kristinnar boðunar í frumdráttum ádeilu er einnig að finna í ritum heil. Birgittu og í enn róttækari mynd hjjá Savonarola. Þá kastar tólfunum þegar siðbótamenn koma til sögunnar, en hjá sumum vingltrúarmönnum snýst ádeilan upp í hreina fjarstæðu, sem uppleysir allar mannlegar samskipanir. 9. Prédikun siðbótarmanna Nýr kafli í sögu prédikunarinnar hefst með siðbótinni. Framan af byggja siðbótarmenn verulega á fomum arfi, ekki sízt á prédikun munkanna. — Því ættu menn ekki að gleyma að Tezel var af reglu dóminikana, prédikarabræðra, enda var hann mælskur vel, og með prédikun sinni knúði hann Lúther fram með hinar frægu siðbótarsetningar. Lúther fellur ekki inn í neitt af hinum fomu kerfum, því að hjá honum er svo náið samband milli biblíuskýringar (exegese) og prédikunar að prédikun hans og ritskýringu þarf að rannsaka í senn, enda eru um þetta til veigamikil verk. Fyrstu prédikanir Lúthers em samt nokkuð mótaðar af Quadrigia, sem áður er getið, og gætir þess nokkuð í sumum frægum ræðum hans, t.d. einni jólaræðu. Þegar fram líða stundir, sprengir Lúther af sér flest erfðavenjubönd síðmiðalda. Varðveittar eru um tvö þúsund og þrjú hundmð af ræðum ,hans. Þýðingarmestar em Postillur Lúthers tvœr. Þeim hefir reyndar verið breytt af öðmm að allvemlegu leyti. Til að sjá hvernig Lúther raunvemlega prédikaði, verður að athuga ýmsar aðrar ræður hans, sem skrifaðar vom um leið og hann flutti þær. Prédikunarfræði frá hendi Lúthers er engin til. En af mörgum orðum, hans má vel ráða á hvað hann leggur mesta áherzlu. Það er hið talaða orð. „Embætti Nýja testamentisins er ekki skrifað á dauðar steintöflur, heldur falið hljóði hins lifanda, talaða orðs”. Hér skal að öðm leyti vísað til „Stuttorðrar fræðslu" eftir Lúther sjálfan í ísl. þýð. eftir J.H. Prédikun Lúthers er liturgísk í sama skilningi og í fomkirkjunni, staður ræðunnar er í miðri liturgíunni, og guðspjöll kirkjuársins em fyrst og fremst þeir textar, sem ræðumar ganga út frá. Lúther er fyrst og fremst, ritningarskýrandi og spámaður í fomum, klassiskum skilningi, líkt og fáeinir aðrir fremstu prédikarar kirkjunnar hafa verið. Um sjálfan sig talaði hann oft sem kennara í heilagri ritningu, doctor in sacra pagina. Ýmsir fræðimenn telja að Calvin sé Lúther fremri sem ritningarskýrandi. Til er mikið verk um ritskýringaraðferðir Lúthers (E. Thestmp Pedersen: Luther som skriftfortolker. Khv. 1959). Það kostaði Lúther nokkuð erfiði að losa sig undan venjuvaldi allegór- iskra skýringa, þótt hann vildi halda sér að bókstaflegri merkingu text- anna. Erfiðum textum reyndi hann að gera skil með því að spyrja um heildarmerkingu Ritningarinnar. Það er scopus hennar. Svar Lúthers var á þá lund að scopus Biblíunnar væri fagnaðarboðskapurinn um synd og 129
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.