Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 146
Jóhann Hannesson
sögu nútímans, bæði í sínu eigin landi og í öðrum löndum. Annars er
erfitt að sjá fram í tímann, og ef til vill erfitt að skilja, hvað ber að varast
og hvað ber að gera.
Söguþjóðin verður að hafa augun opin fyrir þeirri staðreynd, að
nautnalíf og þröngsýn eiginhagsmuna sjónarmið hafa oft valdið hruni, já
jafnvel dregið þjóðir og ríki til dauða. Einstaklingamir þurfa að eiga
hugsjónir og lifa eftir þeim og skilja mismuninn á leiðinni til lífsins og
leiðinni til dauðans.
Ég hef séð kúgaðar þjóðir, kúgaðar stéttir og einstaklinga. Ég hef
einnig séð, hvaða aðferðum er beitt til að kúga menn og þjóðir, og hvers
vegna menn em kúgaðir, og hvað kúgun leiðir af sér. Við Islendingar
vissum líka, hvað það var að vera undirokuð þjóð, og við væmm ekki
söguþjóð, ef við kynnum ekki að læra af því.
Kúgun getur verið stjómmálalegs eðlis, þannig að einni þjóð sé
stjómað af annari með erlendum embættismönnum eftir geðþótta manna,
sem ekki elska landið.
Eða fjárhagslegs eðlis: Að önnur þjóð taki svo mikið af framleiðslu
hins kúgaða lands, að um framfarir geti varla verið að ræða. Kúgun gemr
líka verið andlegs eðlis, þannig að minni máttar þjóð sæti ofsóknum sakir
menningar sinna, skoðana, ættemis eða trúarbragða og verði þannig
ofurliði borin. í Asíu bætist við eitt enn: Menn kúga aðrar þjóðir með
dugnaði sínum einum saman. Kínverjar hafa t.d. tekið landið fyrir
þúsundum ára frá öðrum þjóðum með því móti, að þeir vom duglegir
akuryrkjumenn og kynflokkur þeirra frjósamari en fmmbyggjamir, svo
að nú em aðeins leifar eftir af þeim þjóðum, er áður bjuggu í landinu.
Stundum fléttast saman ýmislegt af því, sem ég var að nefna, og getur
þá kúgunin orðið margþætt og erfitt að greina hvað frá öðm.
Ég hef nefnt þetta, af því að menn hafa spurt mig, hvaðan ég haldi, að
sjálfstæði okkar sé mest hætta búin. Og auðvitað óttast ég ekki, að
föðurland mitt komist undir margþætta erlenda kúgun fyrst um sinn. En
hættan er ef til vill fólgin í því, að við óttumst ekki neitt. Eða hættan kann
að vera fólgin í því, sem við óttumst allra sízt og gætum þess vegna ekki
að. En hætta er á ferðum, ef við verðum efnahagslega háðir annarri þjóð,
vegna þess að við viljum ekki leggja það á okkur, sem þarf, til að brjótast
gegn um þá erfiðleika, sem framundan em. Það verður óheilladagur, sá
dagur, sem þjóðin tekur lán, sem hún getur ekki greitt. — Guð gefi, að
hann renni aldrei upp.
Nú ætla ég að snúa mér að annarri spumingu, sem er bæði skemmtileg
og erfið viðfangs, og sem ég veit, að menn búast við, að ég svari.
„Er ekki margt líkt í heiðnum trúarbrögðum og kristindóminum? Trúa
ekki heiðingjamir á annað líf eftir þetta, og em hugmyndir þeirra ekki
svona hér um bil eins auðugar og okkar, sem kristnir emm? Verða þeir
ekki nokkumveginn sælir í sinni trú?”
Nú vill svo vel til, að í dag er páskahátíð kristinna manna, og tækifærið
er ágætt til að gera samanburð á páskunum og hinni heiðnu Tsing-Ming
hátíð Kínverja, sem er um sama leyti árs og páskamir. Á þessum tíma árs
144