Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 148

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 148
Jóhann Hannesson smátt og smátt þróttlitlar og veikar og lognast að síðustu alveg út af, deyja öðrum dauða í öðrum heimi. Þannig er það í forfeðratrúnni. En í Búddhatrúnni er talið, að sumir verði hólpnir og hverfi inn í hina miklu kyrrð og hinn mikla tómleika í Nirvana. Slíkar útvaldar sálir, segja þeir, hætta öllu sálnaflakki. Fjöldinn allur af Kínverjum er í stöðugri óvissu um afdrif sálarinnar. Eitt stendur þó óhagganlegt í vitund alþýðu manna, og það felst í þessu kínverska orðtæki: „Shan yu shan pao, o yu o pao”, og þetta þýðir: Hið góða hefur endurgjald hins góða, hið illa hefur endurgjald hins illa. Eða lauslega þýtt: Góður á sér góðs laun, illur á sér ills laun. En hversu góðra launa, sem hinn trúrækni heiðingi væntir sér í öðrum heimi, þá býst hann þó ekki við því að eignast eilíft líf í samfélagi við algóðan Guð. Þá von þekkir hann yfirleitt ekki, af því að hann þekkir aðeins duttlungafulla guði. Nú hef ég minnst ofurlítið á hina heiðnu Tsing-Ming hátíð Kínverja, sem er stundum í sömu vikunni og páskar kristinna mann. Virðum nú fyrir okkur mismuninn. Páskahátíðin er eins og hinar stórhátíðir kristninnar bundin við sögu- lega staðreynd úr opinberunarsögunni. Við, sem erum söguþjóð, ættum aldrei að gleyma þessu. Gröf Jesú var tóm, og hann var sannarlega upprisinn, þótt Heródes og Pílatur fengju ekki að sjá hann. Og þessi sögulega staðreynd skifti sögunni í tvennt og gerði lærisveinana að nýjum mönnum, sem voru reiðubúnir til að fóma öllu til að leggja heiminn undir vald hins krossfesta og upprisna konungs, sem ekki var neinn annar en Guð sjálfur. Kristna páskahátíðin er hátíð þeirra, sem trúa á lifandi og upprisinn Frelsara. Heiðna hátíðin er hátíð hinna dauðu. Og einmitt orðið upprisa er orð dagsins. Það er eitt af aðalhugtökum kristinnar trúar. Ódauðleiki er ekki sama sem upprisa. Til er heimsspeki, sem heldur því fram, að um ódauðleika sálarinnar veri ekki að efast, en þessi heimsspeki hefur ekki hugmynd um, hvað felst í hugtakinu upprisa. Nýja testamentið segir lítið um ódauðleika, en mikið um upprisu. Það stendur í Nýja testamentinu, að Guð einn hafi ódauðleika, og páskaboð- skapurinn er einmitt sá, að Jesús hafi afmáð dauðann og leitt í ljós líf og óforgengileika. Kristnir menn vona og trúa, að Guð sem afmáði dauðann, gefi mönn- unum, sem á hann trúa, eilíft líf reisi þá upp frá dauðum. Jesús segir líka, að þeir, sem álitnir eru verðir að fá hlutdeild í upprisunni, muni verða ódauðlegir og líkir englum Guðs á himni. Af upprisu Jesú Krists leiðir upprisu þeirra, er á hann trúa. Þegar rómversku heiðingjamir í fomöld vildu útrýma kristindómnum, tóku þeir líkami kristinna manna, sem þeir höfðu líflátið, brenndu þá, dreifðu öskunni í fljótin og spurðu þá sem eftir lifðu: „Hvaðan viljið þið nú upp rísa?” Kristnir menn svömðu þá, eins og þeir svara enn: „Guð er algjör og alvaldur Drottinn og herra og hefur allt vald yfir öllu efni og öllu lífi. 146
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.