Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 152
Jóhann Hannesson
o.fl.) og ódauðleika, þreföld örlög sálnanna eftir dauðann, þrjár
heimspekilegar höfuðdyggðir, ásamt samræminu milli þeirra, sem svaraði
til réttlætisins, hinnar fjórðu dyggðar.
Kristnin flutti allt aðra kenningu: Hún boðaði upprisuna, möguleika
Guðs til að lífga þann, sem deyr, gefa hinum dauðlega manni eilíft líf af
sínu lífi. Sá Guð, sem gaf þetta líf, getur einnig endurreist það í heild,
bæði líf líkamans og sálarinnar, og umbreytt jafnt efni og anda til
dýrðarlífs í ljóssheimi Guðs sjálfs. Ekki ódauðleika, heldur upprisu
boðaði kristnin manninum. Ódauðlegur var eftir sem áður Guð einn,
höfundur lífsins. Upprisan var hans möguleiki, ekki möguleiki hins
dauðlega manns.
Oss kann að finnast þetta furðulegt, en það leiðir af því að vér erum
aldir upp við samsteypu af hinum háleitustu grísku (platónsku) hugmynd-
um og hinum kristna boðskap. Að rekja straumana að uppsprettu-
lindunum, er erfið ganga, sem fáir leggja á sig, en þeir, sem nenna að
þreyta þá göngu, fá mikil undur að sjá: Annars vegar stórvirki mikilla
andans manna til vamar gegn upplausn, örvæntingu og vonleysi, hins
vegar heyra þeir rödd frá höfundi lífsins, er boðar að sá hinn sami, sem
skóp þetta líf, hafi á sínu valdi að veita eilíft líf — og veiti það per fidem,
fyrir trú, fyrir traust á boðskap, er heyrist um upprisu Jesú Krists.
Dauðaheimspekingur nútímans segir: Ég hrapa niður í botnlaust tómið
og djúpið um alla eilífð. Hann finnur til þess löngu áður en kistan fer
þessi fáu fet niður í jörðina, sem vér sjáum. Eins langt og augun sjá, er
síðasta orðið í þekkingarfræðinni um þetta líf aðeins dauði. Hins vegar
heyra eymn boðskap um það sem ekki sést: Eilíft líf sem gjöf frá höfundi
lífsins, þar sem fyrsta og síðasta orðið er Guð.
Lærdómurinn mikli2
Ta-Hsioh, „Lærdómurinn mikli” eftir Kung fú-tze er ekki stór bók, um
tíu blaðsíður í Skímis-broti. Þó eru í þessu fræga riti meginþættir
siðfræði, hagfræði og stjómfræði hins gamla meistara. Ta-Hsioh var
uppeldisfræði og heilræði ungra manna og síðar embættismenna, allt upp
til sonar himinsins, keisarans í Kína. Áherzla hvíldi á hverju hans orði.
Skulu hér tilfærð nokkur dæmi.
„Að sjá spillta menn og vera ekki fær um að víkja þeim úr embætti; að
víkja þeim of skammt. Þetta er veikleiki”.
„Að elska þá (spilltu embættismenn) sem menn hata, og hata þá (góðu)
sem menn elska: Þetta er að misþyrma eðlilegum tilfinningum manna.
Ógæfa mun vissulega henda þann, er slíkt aðhefst”.
„Þannig sjáum vér að valdhafinn í ríkinu hefur mikilvægt verkefni að
leysa af hendi. Hann verður að sýna algjöra samvizkusemi og algjöra
2 Binist í Lesbók Mbl. 18. tbl. 1964.
150