Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 159

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 159
Þankarúnir Persónuleg menning6 Hvað er persónuleg menning? Og hvaða menning er ópersónuleg? Má ekki einu gilda hvort menning vor er persónuleg eða ekki, ef oss tekst að tileinka oss einhverja menningu á annað borð? Fyrir svo sem hálfri öld mátti með alþýðu manna finna mikinn fróðleiksþorsta. Menn höfðu yndi af að tileinka sér fróðleik af ýmsum gerðum. Skólar handa þroskuðum æskulýð voru fáir og smáir. Það sem menn á annað borð lærðu, var persónulegt, annað hvort af brýnni lífsnauðsyn eða af því að menn langaði til að læra það, eins og til dæmis fróðleik um framandi þjóðir eða fögur ljóð íslenzkra skálda. Menn ræddu saman, spurðu hver annan og svöruðu spumigum. Annað hvort varð að sækjast eftir þekkingunni eða vera án hennar, því hún bauð ekki sjálfa sig fram. Ásýnd þekkingarinnar var aðlaðandi og vingjamleg, líkt og blóm í garði em vingjamleg, ef maður snýr sér að þeim og gefur sér tíma til að skoða þau. Á nýafstöðnu þingi margra menntamanna frá öllum Norðurlöndum og fleiri löndum öðmm var til umræðu spumingin um persónulega tileinkun menningarinnar. Finnskur rektor sagði meðal annars að fjöldinn allur af æskulýð nútímans fengi ekki tileinkað sér menninguna presónulega, heldur lenti hann í andstöðu við þekkinguna og stældist í þrjózku sinni gegn henni. í stað þess þekkingarþorsta, sem áður var, og löngunar til að læra, er nú komin andúð á þekkingunni og leiði á því, sem læra skal. Jafnframt þessu ryðst hin ópersónulega menning að hverjum manni gegnum fjölmiðlunartækin, útvarp, sjónvarp o.fl. og að sumu leyti gegnum skyldunámið. Margir láta sér nægja þessa ópersónulegu menn- ingu, og spyrja mætti hvort það geri nokkuð til. En það kemur í ljós að menn, sem þannig em afklæddir persónulegri menningu, geta ekki eða treysta sér ekki til að leysa mjög einföld vandamál, svo sem persónuleg vandamál í eigin lífi eða á heimilum sínum eða í uppeldi bama sinna. Menn verða mjög háðir hinni ópersónulegu múgmenningu, geta lítið annað en það, sem er orðið þeim vani; hafa óbeit á nýrri áreynslu og glímu við ný viðfangsefni. Sérfræðingar eiga að leysa allan vanda. Hvað geti hugsazt til þess að eignast nýja gerð af fróðleiksþrá og glæða hana með bömum og æskulýð? Ætti að fækka skyldunámsgreinum bama- og unglingaskóla, til dæmis niður í lestur, skrift, kristin fræði, reikning og sögu, eins og áður var, bæta þar við samtíðarfræðslu, en sleppa skyldunámi í fjölmörgu öðm, og veita þó kennslu í því öllu sem vilja, bæði í verklegum og bóklegum greinum? Og mætti ekki stytta útvarps- tímann, gera blöðin minni og betri, hætta að telja mönnum trú um að allra lélegasta skvaldur í útvarpinu sé tónlist fyrir ungt fólk, en góðum kennumm frelsi til að kenna það, sem þeim er hugleikið, á þann hátt sem 6 Birtist í Lesbók Mbl. 28. tbl. 1964. 157
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.