Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 20
SKAGFIRÐINGABÓK
fyrir börnin. Og síðan mun svo hafa verið á hverjum
vetri fram yfir aldamót, þótt stuttur væri námstíminn
suma veturna. Síðustu ár mín fyrir fermingu höfðum við
systkinin fyrir kennara tvo gagnfræðinga frá Möðru-
vallaskóla.
Systkini Jóns sem upp komust voru ásamt honum: Stefán f.
1880, Jón f. 1882, Sigurður f. 1884, Þorbjörn f. 1886, Guðrún
f. 1887, Björg f. 1889, Haraldur f. 1891, Heiðbjört f. 1893.
Guðmundur f. 1894 og Sigurlaug f. 1896.
M öðruvellingurinn
Haustið 1897 ríða þrír ungir frændur glaðir og léttir í lund
austur yfir Oxnadalsheiði í auðu og þurru færi og ágætu veðri.
Sá yngsti þeirra er Jón Björnsson, nýorðinn 15 ára gamall; nú
er hann sjálfur á leið í Möðruvallaskóla. Hann undrast þessi
feiknamörgu gil og hryggi á heiðinni, finnst sem ferðin gangi í
bylgjum. Fyrir sveitadreng um fermingaraldur, sem enn var
ekki orðinn víðförulli en svo að „hafa farið til flestra bæja innan
hrepps og næstu fjárrétta," var þetta mikil langferð og upplif-
un:
Orsakanna, er til þess drógu, að ég gekk í Möðruvalla-
skóla mun ekki fyrst og fremst að leita hjá sjálfum mér
heldur hjá foreldrum mínum, er létu sér mjög annt um
uppeldi sinna mörgu barna. Aðstaðan til þess að stunda
skólanám var fyrir fátæka alþýðu mjög erfið á marga
lund síðasta fimmtung nítjándu aldarinnar. Dró þar
margt til: Isaár, hörkuvetrar með fannkyngi á vor fram,
jafnvel margir í röð, ill verslun og að ýmsu óviturleg,
framleiðsluhættir ennþá lélegir, opinberar framkvæmdir
til stuðnings og þróunar atvinnuvegunum fáar og smáar
o.s.frv. Enda hafði óáran einnig gripið mannfólkið og
18