Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 119
„AÐ HAI;A GÁT Á EFNAHAG SÍNUM"
og næsta ár átta hundruð krónur.28 Hún gafst ekki upp þegar
styrkveitingunni var synjað og hélt áfram að vinna að málinu. I
Kvennablaðinu í mars 1897 birtist grein eftir hana og þar segir
m.a:
Þá er nú svo langt komið, að jeg hefi auglýst, að hús-
stjórnarskólinn byrji næsta vor, og veit jeg vel, að það er
nokkur vogun, þar sem hann á engin efni; en í bráð hefi
jeg fengið kaupmann til að lána honum, það er hann
þarf, og til að komast frá því, er það áhugi almennings á
málefninu, er jeg treysti á, og ætla jeg að gefa mönnum
tækifæri til að sýna hann í verki, með því að reyna að
safna til hlutaveltu fyrir skólann og halda hana svo hjer í
Reykjavík næsta haust. Hjer hefir hlutavelta einu sinni
gefið af sjer hátt á annað þúsund kr., og mætti vera að
svo yrði enn og væri þá vel.29
Elín hafði fest kaup á byggingarlóð við enda Tjarnarinnar í
Reykjavík, þar sem nú stendur hús Iðnaðarmannafélags Reykja-
víkur (áður var Búnaðarfélag Islands þar til húsa). Þar ætlaði
hún sér að byggja húsmæðraskóla, en af því varð ekki. Hana
skorti einfaldlega fé til slíkra stórræða. Þótt vilji og hugsjónir
væru fyrir hendi, þá dugði það skammt. Hún treysti á meiri
stuðning og fjárframlög frá hinu opinbera, en þær vonir brugð-
ust.
í félagi með Elínu var frænka hennar, Hólmfríður Gísladótt-
ir, ágæt kona, sem hafði stundað nám í Danmörku. Þær fengu
inni fyrir skólann í nýju húsi iðnaðarmanna, „Iðnó“, og veitti
Hólmfnður skólanum forstöðu. Þegar Elínu varð ljóst, að fjár
var ekki að vænta til skólabyggingar, þá gerði hún Búnaðar-
félagi íslands tilboð um að afhenda því lóðina gegn því að fé-
28 Þorkell Jóhannesson: Búnadarfélag lslands — aldarminning, fyrra bindi, Rvík
1937, bls. 377.
29 Elín Eggertsdóttir: Hússtjórnarskólinn. Kvennablaóid, 3. ár, nr. 3, Rvík 1897.
117