Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 92
SKAGFIRÐINGABÓK
örum vexti, og var hann fyrsti sýslumaður Skagfirðinga er þar
sat.6
Síðan mun stofan hafa komist í eigu Kristjáns Gíslasonar,
kaupmanns þar á staðnum, en hvenær er höfundi ókunnugt
um, því að annar aðili keypti Gil af Jóhannesi.7 Saga þessa húss
verður ekki rakin ýtarlegar hér, en síðast keypti það til niðurrifs
af Kaupfélagi Skagfirðinga Sigurður Hansen, bóndi í Kringlu-
mýri. Hann og kona hans, María Guðmundsdóttir, gáfu það
sýslunefnd Skagafjarðarsýslu árið 1988, og er það nú eign Hér-
aðsnefndar Skagfirðinga. Gmnnur undir húsið hefur verið byggð-
ur við safnið í Glaumbæ og er verið að endurreisa það þar.
Eins og áður segir var Eggert Briem framfarasinnaður. Hann
réðist í mörg stórvirki á þeim jörðum, sem hann bjó á. Þeir
sem kynna sér ævi Elínar koma fljótlega auga á, að hún er alin
upp við stórhug. Foreldrar hennar voru þó ekki efnafólk, en
virðast hafa kunnað þá list „að hafa gát á efnahag sínum" og
verið útsjónarsöm við að bæta afkomu búa sinna og auðvelda
störfin. Þau ráku jafnan stórbú, sem þurfti til að framfleyta
fjölda fólks.
Elín segir frá heyskapnum á Hjaltastöðum og hvernig faðir
hennar lagði þar í miklar framkvæmdir til að auka afköstin og
létta vinnuna. Aðalengjarnar á Hjaltastöðum voru niður við
Héraðsvötn og til að komast þangað þurfti að taka á sig stóra
króka framhjá kílum og tjörnum. Til þess að stytta leiðina lét
Eggert byggja „engjabrú" um einn kílómetra að lengd „yfir
foraðin, með mörgum ræsum yfir kílana. Þetta stytti leiðina á
engjarnar afar mikið, og nú var hægt að ganga á þær og kom-
ast 9 ferðir með þurraband af engjunum á dag, en með því að
fara út fyrir, mest 4 ferðir."
6 HSk, óskrásett: Bréf Jóhannesar D. Ólafssonar, dags. 4.12.1890. „Jeg flutti
frá Gili hingað á síðastliðnu vori.“
7 Sama bréf og nr. 6: „makabíttaði jörðinni og húsum þar fyrir nýtt hús." Af
veðmálabókum Skagafjarðarsýslu, nr. 1352, má sjá að Vigfús Guðmundsson
hreppstjóri, Sauðárkróki, veðsetur Gil sem eignarjörð sína 7. maí 1890.
90