Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 141
FLÓTTIJÓNS PÁLMA JÓNSSONAR
kaupstöðum vestanlands, en Flóra var þar, hinum fyrsta,
sem eftir var tekið, hjá Guðjóni Guðlaugssyni kaupfé-
lagsstjóra á Hólmavík, en síðar á Isafirði, Þingeyri, Pat-
reksfirði og fleiri stöðum.
Seðlar þessir voru ljósmyndir af þessum peningum og fljótt á
litið alllíkir ófölsuðum seðlum. En það, sem skar úr um að
þetta tiltæki hlaut að komast upp þegar í stað, var að þeir voru
Ijósmyndir en ekki prent. Þeir þoldu ekki að vera brotnir sam-
an án þess að eyðileggjast. Þeir voru í reynd tvær ljósmyndir,
límdar saman á bakhliðum. Komu þannig fram báðar hliðar
seðilsins. Pappírinn hafði tekizt að þynna svo, að furðulitlu
munaði á þykkt myndanna og pappírsins í seðlunum. Sú varð
og reynsla, að auðvelt var að koma seðlunum út, þó þessi galli
væri á gerð þeirra. Bendir það ótvírætt í þá átt, að ljósmyndin
hafi í rauninni tekizt hið bezta.
Þegar þeir félagar höfðu verið teknir fastir, hófust allmikil
réttarhöld í málinu. Játuðu þeir þegar sök sína, en kváðu ljós-
myndara þann, er verkið hafði unnið, vera Jón Pálma Jónsson,
ljósmyndara á Sauðárkróki. Var þegar símað til sýslumannsins
á staðnum og honum falin rannsókn málsins. Þá var Magnús
Guðmundsson, síðar ráðherra, sýslumaður Skagfirðinga. Féll
öll rannsókn málsins heima í héraði í hans hlut.
Magnús hófst handa samdægurs og kvaddi þrjá menn sér til
fulltingis. Héldu þeir til ljósmyndastofu Jóns. Sat hann þar við
vinnu sína. Tilkynnti sýslumaður honum erindi sitt og spurði
hvort hann heimilaði sér mótþróalaust fulla rannsókn á heimili
hans vegna fréttarinnar. Jón tók því hið bezta og lagði fram
Ijósmyndaplötur með frummyndum hins falska 100 krónu seð-
ils. Aðra plötu 10 króna seðilsins kvaðst hann hafa eyðilagt,
enda fannst hún aldrei, þrátt fyrir endurteknar leitir í híbýlum
hans.
Jón var tekinn fastur og hófust þegar allmikil réttarhöld í
málinu. A Sauðárkróki var þá enginn fangaklefi. Skaut því
139