Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 84
SKAGFIRÐINGABOK
1. Kristín, fædd 30. nóvember 1790 á Barði, dáin 10. septem-
ber 1846 í Syðsta-Samtúni í Kræklingahlíð. - Fyrri kona
Magnúsar Brynjólfssonar bónda í Syðsta-Samtúni.
2. Jón, fæddur 17. október 1793 á Klúkum, drukknaði í Þor-
geirsfirði 7. janúar 1837. — Bóndi í Botni í Fjörðum. Kvænt-
ur Maríu Sæmundsdóttur.
Önnur barnsmóðir Jóns var Guðrún Rögnvaldsdóttir, fædd í
júlí (skírð 10. júlí) 1763 á Miðhálsstöðum í Öxnadal, á lífi í
Saurbæjargerði í Flörgárdal 1801, þá ógift vinnukona í Stóra-
gerði í Myrkárdal, en í Saurbæjargerði 1801, dóttir Rögnvalds
Sigfússonar bónda á Miðhálsstöðum og fyrri konu hans Sigríð-
ar Þorkelsdóttur. - Barn þeirra Jóns og Guðrúnar var:
3. Guðmundur, fæddur 19- nóvember 1792 í Stóragerði (eða í
Flögu í Hörgárdal), dáinn 20. maí 1876 á Jarlsstöðum í
Höfðahverfi. — Bóndi í Meðalheimi á Svalbarðsströnd. Kvænt-
ur Guðrúnu Jóhannesdóttur.
Þriðja barnsmóðir Jóns, sú sem varð önnur kona hans, var
Anna Magnúsdóttir, fædd í ágúst (skírð 10. ágúst) 1756 á
Karlsá á Upsaströnd, drukknaði í Héðinsfirði 28. október 1806,
dóttir Magnúsar Hálfdanarsonar bónda á Brimnesi á Upsa-
strönd og fyrri konu hans Sesselju Erlendsdóttur. — Börn þeirra
Jóns og Önnu voru:
4. Magnús, fæddur 12. apríl 1796 á Syðri-Gunnólfsá, dáinn
11. apríl 1882 í Kolgerði í Höfðahverfi. — Bóndi í Garði í
Ólafsfirði. Kvæntur Þórönnu Gunnlaugsdóttur.
5. Jón, fæddur 23- maí 1798 á Hreppsendaá, dáinn 21. septem-
ber sama ár á sama stað. — Hann var skráður „munaðarleys-
ingi“ í prestsþjónustubók Kvíabekkjar, þegar hann var bor-
inn til moldar.
82