Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 55
KENNARINN Á KRÓKNUM
1924, húsfreyja í Reykjavík. Næst kom Jóhannes Geir, fæddur
24. júní 1927, listmálari í Reykjavík. Þarnæst Ólína Ragn-
heiður, fædd 7. október 1929, húsfreyja, Reykjavík. Loks Geir-
laugur, fæddur 29- mars 1932, bókbindari, Reykjavík. Barna-
börnin eru 26 og barnabarnabörnin 37 (mars 1993).
Geirlaug lést viku eftir fæðingu síðasta barnsins, aðeins
þrjátíu og níu ára að aldri. Þá hafði sambúð þeirra Jóns varað í
tuttugu hamingjurík ár, í djúpri ást og gagnkvæmri virðingu.
Nú stóð hann einn uppi með barnahópinn og lagði hart að sér
við að sjá fjölskyldunni farborða. Hann fann styrk í trúnni sem
verið hafði leiðarljós í lífi þeirra beggja: „En hún lifir í hinum
eilífa, ósýnilega, nálæga heimi, og hún lifir í öllum elsku börn-
unum okkar.“ Störfin veittu stundlegt athvarf frá ásókn minn-
inganna. Aður hafði hann mætt þungum áföllum. Þegar hann
var átta ára var óskiljanlegt að lítil systir skyldi deyja og hann
reiddist sárlega að gerð skyldi veisla af því tilefni. Hann var
ennþá mótfallinn erfisdrykkjum þegar móðir hans lést 1903,
aðeins 48 ára, eftir langvarandi lungnabólgu. Það var honum
þungbær missir þó ekki kæmi á óvart. Og hann hafði horft
upp á Stefán, eldri bróður sinn sem var honum mjög nákom-
inn, veslast upp í vonlausri baráttu við berkla þegar framtíðin
virtist blasa við honum. En sviplegt andlát Geirlaugar var
þyngsta áfall ævi hans og mörg ár liðu áður en lífið fékk lit á
ný.
„Mannkostum og móðurumhyggju Geirlaugar var löngum
viðbrugðið, og fólk henni vandalaust minnist hennar enn í dag
sem mikilhæfrar konu,“ skrifar Indriði G. Þorsteinsson.
Ekkjumaður með tíu börn
Þegar þessi snöggu umskipti urðu á heimilinu voru elstu dæt-
ur Jóns orðnar stálpaðar, Hanna 17 ára og Hobba 15, og kom
það í þeirra hlut að sjá um heimilishaldið til skiptis ásamt systr-
53