Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 170
SKAGFIRÐINGABÓK
honum það þegar við vorum komnir út, og bar hann ekki á
móti því. Hún var ekki fríð, en góðleg stúlka og geðug og
bauð af sér hinn bezta þokka.
Jón fór nú með okkur heim til sín. Var þangað skammt að
fara. Hann bað okkur, þegar við vorum seztir þar, að afsaka sig
augnablik, hann þyrfti að síma. Innan lítillar stundar kom
hann aftur og með honum húsfreyjan í húsinu. Dúkaði hún
borð, og var þar framreiddur ágætur kvöldverður handa okkur
þremur og gnægð vína, og er ekki að orðlengja það, að við sát-
um hjá Jóni fram eftir kvöldinu í dýrlegum fagnaði, fórum svo
þaðan í bifreið yfir á Þýzkubryggju, þar sem e/s Sigurd Jarl lá,
en með honum ætluðum við norður eftir. Komum farangri
okkar um borð í hann og keyptum okkur farseðla. Skipið fór
ekki fyrr en kl. hálftólf um nóttina, svo við fórum allir inn í
bæinn aftur og skemmtum okkur á hótelum þar til fáum mín-
útum áður en það fór. Þá kvöddum við mágar Jón Pálma við
skipshlið, og sá ég hann aldrei eftir það. Við ákváðum að skrif-
ast á um veturinn og gerðum það.
Fáum dögum eftir að ég skildi við Jón Pálma, eða 16. des-
ember 1915, varð hinn eftirminnilegi stórbruni í Bergen. All-
ur miðhluti bæjarins brann til ösku, og tjónið nam mörgum
milljónum. Eg var þá norður í Kristjánssundi, en fregnirnar
bárust þangað jafnótt. Eldurinn hafði komið upp í Strandgöt-
unni, og hafði það svæði allt brunnið og vítt umhverfis. Ellefu
stærstu hótel borgarinnar höfðu brunnið, og fjöldi íbúa hennar
var nú húsnæðislaus. Eg skrifaði Jóni Pálma og setti á bréfið
heimilisfang hans í Strandgötunni, þótt ég vissi að húsið var
brunnið. Ég fékk svar frá honum eftir fáeina daga innan úr
Harðangri, gamli maðurinn, faðir húsmóður hans, hafði komið
og sótt dóttur sína og boðið Jóni að fara með og dvelja hjá
þeim fram yfir hátíðirnar. Jón tók því góða boði með þökkum
og var þar við ágæta líðan fram undir vor, en ekki dró til hjú-
skapar með honum og heimasætunni, sem þó mundi hafa verið
vel þegið af hennar hendi og föður hennar.
168