Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 162
SKAGFIRÐINGABÓK
vita um ferð hans. Þú verður að dylja hann vandlega, þar til þú
ert kominn út á rúmsjó." Förland hvessti á mig augun og varð
þungur á svipinn. „Hvað meinar þú?“ spurði hann. „Maðurinn
er sekur við lög landsins og þarf að flýja undan refsingu," sagði
ég. „Hvað hefur hann gert fyrir sér?“ spurði Förland. „Hefir
hann drepið mann, nauðgað konu eða eitthvað þess konar?“ Ég
neitaði því, og bætti við: „Hann skrifaði nafn á víxil, en af van-
gá varð það annað nafn en hans eigið.“ Það flaug með elding-
arhraða í huga minn, að ekki væri heppilegt að nefna peninga-
fölsunina, en þetta var talsvert skylt. „Nú, svoleiðis," sagði
Förland, „ég skil. Hvað fær hann mikið fyrir það?“ „Sennilega
tvö til þrjú ár,” svaraði ég án þess að vita nokkuð um, hvort
það væri nærri veruleika. Ég fullvissaði Förland um, að hann
gerði gott verk með því að hjálpa manni þessum og ég væri
alveg viss um, að maðurinn mundi rétta við, ef hann fengi
tækifæri til að fríast við hina þungu refsingu. Ég átti hægt
með að tala um fyrir Förland á þessum grundvelli, því þetta
var sannfæring mín. Engu vildi Förland lofa að þessu sinni um
liðsinni sitt, en kvaðst þurfa að hugsa málið og skyldi tala við
mig daginn eftir.
Ég beið í ugg og ótta þar til Förland kom heim til mín dag-
inn eftir. „Ég ætla að taka manninn af þér,“ sagði hann strax,
„en mundu það vel, að ég veit ekkert um, að hann hafi gert
neitt af sér og engin deili á honum, ekki einu sinni hvað hann
heitir. Ég ber enga ábyrgð á honum ef út af ber, og hann verður
að hafa vegabréf." Ég þakkaði skipstjóra fyrir undirtektir hans
og kvaðst mundu í öllu, sem ég gæti, taka fyrirmæli hans til
greina, en verst yrði að útvega manninum vegabréfið. Förland
var þar ekki þokað. Hann sagði, að ég yrði að útvega það, því
að hann vildi ekki verða fyrir óþægindum í Bergen. Við af-
töluðum svo nánar á hvern hátt maðurinn skyldi komast um
borð, og kvaðst Förland skyldi láta mig vita í tæka tíð, svo að
ég gæti komið manninum um borð síðustu nóttina, sem skipið
lægi á Siglufirði.
160