Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 126
SKAGFIRÐINGABÓK
stóð uppi, hún segir um Elínu: „Harmur hennar var mikill, en
mjer fannst hún stærst í sorginni."
Elín hélt áfram að búa á Sauðárkróki um sinn og kenndi við
barnaskólann þar veturinn 1911—1239, en aftur verða þáttaskil
í lífi hennar og í fjórða sinn lá leiðin að Kvennaskóla Húnvetn-
inga.
B löndnósskólinn — Efri dr
Þegar Elín tók aftur við Blönduósskólanum árið 1912 hafði
orðið mikil breyting á húsnæði skólans, því að þá var flutt inn
í nýtt steinhús. Skólinn hafði átt í miklum þrengingum vegna
þess að 11. febrúar 1911 brann skólahúsið til kaldra kola.
Kennslu var þó haldið áfram út veturinn í erfiðu leiguhúsnæði
og einnig þann næsta. Nýtt skólahús var í byggingu, en lítið
miðaði, og því var forstöðukonu og kennslukonum sagt upp
vorið 1912 því að skólanefndin óttaðist, að ekki yrði hægt að
halda áfram kennslu næsta vetur. Það tókst þó, og um haustið
tók skólinn til starfa í nýja húsinu.
Það var ekki aðeins, að skólahúsið og innbú yrðu eldinum að
bráð, því að allar skýrslur skólans eftir að hann flutti á Blöndu-
ós brunnu einnig. Fyrstu prófskýrslur, sem til eru eftir það, eru
frá árinu 1912. Af þeim skýrslum sést, að nokkrum kennslu-
greinum hefur verið sleppt frá því sem var á Eyjarskóla, m.a.
fatasaum, húslegum störfum munnlegum og verklegum, ensku
og orgelspili. Trúlega hefur þessi breyting orðið á þeim tveim-
ur árum, sem skólinn var á hrakhólum með húsnæði.
Árið 1912 er skólanum sett ný reglugerð, en hún hefur ekki
varðveist og gilti ekki nema í þrjú ár. Árið 1915 er honum sett
önnur reglugerð og þar eiga nemendur að læra að sauma ytri
og innri fatnað, ennfremur eru kennd hússtjórnarstörf og þeir
39 Ólafur Þ. Kristjánsson: Kennarataldíslandi, I. bindi, Rvík 1958, bls. 123.
124