Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 156
SKAGFIRÐINGABÓK
Hann sagði erindi þeirra félaga og baðst ásjár. Jón tók þessu
hið bezta. Voru hestarnir hýstir og fóðraðir, en þeim félögum
komið fyrir á skemmulofti einu litlu. Var þar ekki rýmra en
svo, að lítið var eftir af gólfrýminu, þegar þeir voru lagstir til
svefns. En um þá var búið þar eftir beztu föngum og veitt af
rausn. Sváfu þeir þar um daginn. Ekki komu þeir þar í önnur
híbýli. Töldu þeir feðgar geymslu þeirra öruggari þar en í bað-
stofunni.
Upp úr háttumálum var lagt af stað og haldið til Siglu-
fjarðar um Siglufjarðarskarð. Þegar niður úr Skarðsdalnum
kom, vísaði Sigurjón Jóni til vegar nokkuð inn fyrir veginn,
þar sem hvort tveggja var fyrir hendi: hagar er hestunum
dygðu og þess þó gætt að verða ekki séðir af alfaraleiðum.
Hinir héldu sem hvatast til Siglufjarðar. Þegar þangað kom,
leitaði Sigurjón á fund Jóns Jóhannessonar, síðar fiskimats-
manns og fræðimanns og segir hann framhald sögunnar.
Stðari hluti. Frásögn Jóns Jóhannessonar
Sumarið 1915 vann ég, sem þetta rita, hjá Elíasi Roald síldar-
kaupmanni og útgerðarmanni frá Alasundi í Noregi, en hann
átti þá og starfrækti hina svonefndu Roaldsstöð á Siglufirði,
sem nú er eign Samvinnufélags Isflrðinga. Eg hafði verið í
þjónustu Roalds nokkur ár og haft umsjón á vetrum með eign-
um hans á Siglufirði, annazt ráðningu verkafólks fyrir hann og
margt fleira, en þetta sumar starfaði ég jöfnum höndum sem
verkstjóri á stöðinni og annaðist bókhaldið og útborganir
ásamt með Konráði bróður Elíasar. Var vinátta góð með þeim
bræðrum og mér.
Það var nú dag einn, seinast í ágústmánuði, skömmu fyrir
hádegi, að stúlka, sem bjó í húsinu, kemur inn á skrifstofuna
þar sem við Konráð Roald vorum báðir að vinna og segir mér,
154