Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 54
SKAGFIRÐINGABÓK
og þá tóku móðursystir hennar, Jóhanna Margrét og maður
hennar Sigurgeir kaupmaður, stúlkuna í fóstur. Faðir Geirlaug-
ar, Jóhannes Randversson, fluttist síðar til Sauðárkróks svo að
þegar til kom áttu börnin hennar tvo móðurafa.
Jón drýgði skólastjóralaunin með allskyns aukastörfum, fór á
sumrin milli kunningjabæja sem vinnumaður í heyskap, vann í
ígripum í verslun Sigurgeirs „tengdafóstra" og reri til fiskjar
þegar svo bar undir, samanber dagbókina 12. júlí 1913:
í kvöld frá 6—12 1/2 róum við ísleifur [Gíslason kaup-
maður] með færi og fáum 40 [fiska] á skip. Undarleg
tilfinning þegar ég í nótt kem heim í fyrsta sinn með
eigin afla að eigin heimili til eiginkonu.
Jón fann alltaf fyrir sjóveiki en harkaði af sér með þreklyndi
sem þeir einir skilja er reynt hafa. Seinna meir átti hann fjór-
róinn bát, Grænbarða, í félagi við Friðrik Hansen og þá reru
þeir oft á færi eða lóðir, lögðu kolanet eða drógu fyrir síld.
Biirn Jóns og Geirlaugar
Jón og Geirlaug komu hvort um sig úr hópi tíu systkina og
saman eignuðust þau tíu börn. Það var því þröngt til fóta þeg-
ar krakkahópurinn skreið upp í hjónarúmið til að hlusta á
pabba sinn lesa úr Sögusafni heitnilanna um Deaflavíu dóttur keis-
arans og önnur ævintýri.
Elstur var Stefán, fæddur 16. október 1913 (d. 11. mars
1989) arkitekt, Reykjavík. Þá Jóhanna Margrét, fædd 2. febr-
úar 1915 (d. 22. mars 1985) húsfreyja í Noregi og síðar Is-
landi. Síðan Þorbjörg, fædd 2. janúar 1917, fv. skólastjóri Hjúkr-
unarskóla íslands. Svo Sigurgeir, fæddur 30. ágúst 1918, gjald-
keri, Reykjavík. Næstur var Björn, fæddur 21. maí 1920, hér-
aðslæknir í Kanada. Síðan Ragnheiður Lilja, fædd 14. apríl
1923, húsfreyja í Bandaríkjunum. Þá Gyða, fædd 4. ágúst
52