Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 118
SKAGFIRÐINGABÓK
ari, segir í ævisögu sinni frá miklu ferðalagi, sem þau systkinin
fóru þetta sumar. Elín var mikill ferðaforkur og hefur vafalaust
farið þessa ferð til að vinna sig út úr sorginni, öll uppgjöf var
henni fjarri. Sigurður þurfti að fara í þetta ferðalag vegna starfa
sinna, en hann var um það bil að taka við störfum póstmeist-
ara. Gefum honum orðið:
Ég réð af, að fara hringferð um landið í þessu skyni, og
vildi byrja ferðina sunnanlands, því að hér sunnanlands
voru komnir hagar handa hestum, svo mundi og komið
norðanlands, þegar þangað kæmi. Ég lagði ferðaáætlun
mína fyrir Elínu. Ég vildi leggja af stað eftir tvo daga
gegnum Arness-, Rangárvalla- og Skaftafellssýslur, svo
um Múlasýslur, með viðkomu á Seyðisfirði og Vopna-
firði. Þaðan um Dimmafjallgarð, Mývatnssveit til Akur-
eyrar. Ég gyllti þetta ferðalag fyrir henni með því að við
mundum geta hitt marga vini og frændur, þar á meðal
fjögur systkini: Eggert sýslumann og bæjarfógeta á
Seyðisfirði, Jóhönnu prestkonu á Hálsi í Fnjóskadal, Pál
amtmann á Akureyri, og Ólaf alþingismann á Álfgeirs-
völlum. ... Elín tók strax vel undir þetta, og 26. júní
lögðum við af stað með fimm hesta.27
Það er ekki ætlunin að fara með lesendur hringferð um landið á
hestum, heldur er verið að sýna fram á þrek Elínar, bæði lík-
amlegt og andlegt. Hún leggur upp í ferðina rúmum mánuði
eftir lát eiginmannsins. Á þessum tíma eru stórvötnin á Suð-
urlandi flest óbrúuð og vegir aðeins troðningar. Ferðin gekk
slysalaust, en nútímafólki þætti hún með ólíkindum erfið. Elín
lét erfiðleikana ekki buga sig. Hún hafði lengi átt sér draum
um stofnun hússtjórnarskóla. Hún sótti til Alþingis 1895 um
styrk til að stofna slíkan skóla, en umsókn hennar var þá hafn-
að. Árið 1897 fékkst eitt þúsund króna fjárveiting til skólans
27 Sigurður Briem: Minningar. Rvík 1944, bls. 151—160.
116