Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 142
SKAGFIRÐINGABÓK
sýslumaður skjólshúsi yfir fangann. Var fangelsið ein stofan á
heimili hans. Lék það orð á, að fangavistin væri drjúgum önn-
ur og mildari en venjuleg fangelsisvist.
Við réttarhöldin hélt Jón því fast fram, að upphaf þessa til-
tækis hefði verið leikur, sem til var stofnað með veðmáli. Kom
ekkert fram þar, sem benti til, að það væri ekki sannleikanum
samkvæmt. Hitt mun ekki hafa þótt fullsannað, hversu til
framhaldsins var stofnað, enda skal sá þáttur ekki rakinn hér.
Jón mun hafa gert 16 myndir af 100 króna seðlinum og 12 af
10 krónum. Nokkrar munu hafa eyðilagzt og eru þær ekki
taldar með.
Ekki dvaldi Jón nema fáa daga í þessari vist hjá sýslumanni.
Var honum sleppt þaðan og þó ekki hömlulaust. Skyldi hann
sitja í gæzluvarðhaldi enn um sinn. Jón var vinsæll, svo að á
orði var haft, enda tóku tveir þekktir borgarar þar á Sauðár-
króki, þeir Jónas Kristjánsson héraðslæknir og Kristján Gísla-
son kaupmaður, á sínar herðar fulla ábyrgð á þeirri geymslu
hans. Skyldi missir hans varða þá sektum, er næmu 1000 krón-
um. Voru þeir samábyrgir fyrir fullri greiðslu, ef út af bæri.
Réttarhöldin stóðu enn yfir um nokkurt skeið, eftir að Jón
hafði öðlazt þetta takmarkaða frelsi. Mun þeim hafa verið að
fullu lokið um 10. desember. Dómur var svo kveðinn upp í
máli hans 21. janúar 1915. Niðurstaða hans hljóðaði svo:
Því dæmist rétt vera: Ákærði, Jón Pálmi Jónsson, sæti 2
xti árs betrunarhússvinnu og greiði allan kostnað af máli
þessu og rannsókn þess leiðandi kostnað, þar með taldar
12 kr. í málsvarnarlaun til hins skipaða talsmanns síns,
Jóns hreppstjóra og dbrm. Jónssonar á Hafsteinsstöðum.
Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum.
Þessi dómsniðurstaða mun hafa komið Jóni mjög á óvart. f
bréfi frá 4. desember 1914 segir hann:
Eg hefi fengið von um að fá vægan dóm, og framfylgi ég
140