Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 97
„AÐ HAFA GÁT Á EFNAHAG SÍNUM''
margir á ferðinni sýslufundarvikuna. Elín segir frá þjóðhátíð-
inni í Skagafirði, sem haldin var á Reynistað í júlímánuði
1874. Um þrjú hundruð manns úr sýslunni sóttu þessa hátíð.
Landshöfðinginn Hilmar Finsen var þar viðstaddur, og skemmtu
menn sér með ýmsu móti fram á nótt. Frásögn af þjóðhátíðinni
hefur birst í skagfirskum ritum og verður ekki rakin hér.
Kennsla og menntun erlendis
Arið 1874, þegar Islendingar fengu stjórnarskrá og minntust
eitt þúsund ára byggðar í landinu, markaði djúp spor í vitund
æskunnar, sem þá var að alast upp. Nýr tími var í sjónmáli og
gerði kröfur um bætta menntun og auknar verklegar fram-
kvæmdir. Menn voru þó alls ekki á einu máli um hvernig
menntuninni skyldi hagað, og átti þetta ekki síst við um mennt-
un kvenna.
Það er fróðlegt að kynna sér viðhorf fólks til menntunar á
þessum tíma, annars vegar til menntunar karla, þar á meðal
bændaefna, og hins vegar til menntunar kvenna, sem þá voru
auðvitað flestat bændakonur. Ohætt er að fullyrða, að betur var
búið að bændaskólum en kvennaskólum, og verður sýnt fram á
það síðar. Ymsum þótti einnig bóknám kvenna of kostnaðar-
samt og nánast óþarft. Þær áttu fremur að hljóta verklega til-
sögn varðandi eldhússtörf o.fl., sem hagnýtt gat talist. Enda
þekkti þjóðin málsháttinn, að bókvitið yrði ekki í askana látið.
Það hefúr hins vegar verið eitt af aðalstörfum kvenna um aldir
að fylla þessa umræddu aska og gera það af hagsýni og útsjón-
arsemi. Það leiðir reyndar af sjálfu sér að sá, sem nokkra þekk-
ingu hefur fengið, er betur í stakk búinn til að takast á við
ævistarfið en sá, sem enga menntun hefur hlotið, en þjóðfélag-
ið var íhaldssamt á þessu sviði sem öðrum.
En það má ekki gleymast, að þjóðin hafði enga reynslu í
þessum efnum, því hér voru fáir skólar og menntunarhefð því
95