Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 102
SKAGFIRÐINGABÓK
Fyrsta bréf Elínar er ritað að Reynistað 9- maí 1878.15 Bréfið
er mjög stutt, en formlegt, því að Elín þérar Sigríði eins og þá
var að sjálfsögðu alsiða. Efni þess er að biðja hana „að senda á
sýninguna rauðu sessuna, þjer gætuð víst fengið hana til láns
hjá stúlkunni." Orðalagið bendir til að hér sé á ferðinni sýning,
sem allir eiga að vita um. Hvort þarna er verið að undirbúa sam-
komu, sem fram fór ári síðar, eða sérstaka hannyrðasýningu
skal ósagt látið.
Annað bréfið er skrifað á Hjaltastöðum 15. apríl 1879- Þann
vetur var Sigríður eitt tímabil á skólanum. Af bréfinu sést, að
hún hefur lesið heima, og Elín hvetur hana til að gangast undir
próf. Því má bæta við, að Sigríður var eitt tímabil hvorn vetur
á Hjaltastöðum.
Efni miðans er að láta yður vita, að Elín og Snjólaug16
bæta við sig í landafræðinni kaflanum milli Rússlands
og Danmerkur, og um hin löndin í Norðurálfunni ein-
ungis hvað liggur að þeim, hve stór þau eru og hvað
margir íbúar, hverjir eru helstu atvinnuvegir og hvaða
landslag, hver höfuðborg sje og hvaða ár; ef þær geta þá
læra þær yfirlit yfir hinar álfurnar. Jeg vona góða Sig-
ríður að þjer verðið með, ef þjer getið. Þjer hafið víst
heyrt talað um sýninguna, sem verður hjer í Skagafirð-
inum í vor 29- maí, það á að koma á hana, auk skepna,
alls konar vinnu, jeg vil láta yður sýna þar borðana, sem
þjer eruð að baldýra og sessuna yðar og brjóstið, það er
sannarlega þess vert; eins ímynda jeg mjer að móðir yðar
hafi svo góða tóvinnu, eggið þjer hana á að senda eitt-
hvað af því tagi, sýningin verður á Reynistað. Jeg sendi
yður rjettritunarreglurnar, sem þjer getið haft hjá yður
15 HSk 857 4to. Öll bréf Elínar, sem vitnað er til, bera þetta skrásetningar-
merki.
16 Elín Jónsdóttir, Dölum, og Snjólaug Guðmundsdóttir, Bjarnastaðahlíð, eru
nemendur.
100