Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 95
,.AÐ HAFA GÁT Á EFNAHAG SÍNUM"
aðar handa heimilisfólkinu, og til húsbúnaðar og rúm-
fata, allt úr alull, því þá var ekki farið að vefa úr tvisti.
Vefstóllinn var aldrei tekinn upp vetur nje sumar, og stóð
hann við glugga í einu baðstofuhorninu. Ávallt voru það
karlmenn sem ófu, en móðir mín sagði fyrir um tilhög-
un á öllu. Eins og þá var títt var fólk árum saman í sömu
vistinni, t.d. var sama eldakonan yfir 30 ár. Sú kona, sem
hafði á hendi að sjá um sauma á heimilinu, var samfleytt
í 14 ár. Þá tók Kristín næstelsta systir mín, við af henni
að sjá um saumaskapinn ...
Og áfram:
I þá daga var allt saumað í höndunum, því þá voru sauma-
vjelarnar ekki komnar. Saumavjel kom á heimilið með
póstinum að sunnan fyrir jólin 1872. ... Stór tvöföld elda-
vjel kom um þetta leyti að Reynistað. Herbergið, sem
hún var sett í, var nefnt arinhús, til aðgreiningar frá
hlóðaeldhúsinu. Prjónavjel kom á heimilið sumarið 1879-
Eins og áður sagði fluttist fjölskyldan að Reynistað vorið 1872,
þá var yngsta barnið á fyrsta ári. Elín minnist þessa flutnings
og nefnir, að fyrsta kvöldið fór hún til að skoða kirkjuna, „en af
því að hún var læst gægðist jeg inn um gluggana, og virtist
hún fögur að innan, blá hvelfingin og bogar með regnboga-
litum milli kórs og kirkju.“ Reynistaðarkirkja var þá ný, reist
1868. Systkinahópurinn á Reynistað var óvenju mannvænlegur
og foreldrar þeirra létu sér annt um menntun barnanna; um
það segir Elín: „Jafnan voru fastir heimiliskennarar. Sá fyrsti var
cand. theol. Davíð Guðmundsson, móðurafi Davíðs Stefánsson-
ar skálds. Hann var hjá foreldrum mínum í 3 ár.“ Þegar eldri
systkinin uxu upp, kenndu þau oft hinum yngri. „Þeir bræðurn-
ir Eiríkur, Ólafur og Halldór kenndu í marga vetur, og Kristín
kenndi okkur í mörg ár og voru þá, eins og vant var, teknir
93