Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 149
FLÓTTIJÓNS PÁLMA JÓNSSONAR
Á næsta bæ, Úlfagili, bjuggu þá fjögur systkin, öll nokkuð
við aldur. Annar bróðirinn var sérstakur trúnaðarvinur þeirra
þar á Mánaskál. Voru honum fullkunnir allir híbýlahættir þar,
svo og ætlanir, sem síðar segir.
Eins og áður getur, sendi Magnús sýslumaður lýsingu af
Jóni til sýslumanna í nærliggjandi héruðum. Ekki mun nú
með vissu vitað, að gerð hafi verið nema ein húsrannsókn í til-
efni af hvarfi hans. Sýslumaður Húnvetninga ákvað að rannsaka
skyldi hús á Gunnfríðarstöðum á Bakásum. Þar bjuggu þá
Karl, bróðir Jóns Pálma, og kona hans, Guðrún Sigurðardóttir,
ásamt fimm börnum þeirra hjóna, einu tökubarni og föður
þeirra bræðra, Jóni Hróbjartssyni smið. Fól sýslumaður hrepp-
stjóra Svínavatnshrepps, Jónasi B. Bjarnasyni í Litladal, að inna
það verk af höndum. Skipaði sýslumaður honum til aðstoðar
Eyþór Benediktsson bónda á Hamri. Mun báðum hafa verið
verkið nauðugt. En svo varð að vera, og fóru þeir þangað.
Skiptu þeir svo með sér verkum, að Eyþór skyldi vaka yfir dyr-
um og gluggum, en Jónas framkvæma leitina. Engum mun
hafa komið til hugar, að Jón Pálmi leyndist þar. Húsakynni
voru þröng, jafnvel að þeirrar tíðar mati, enda fullsetin, ein lít-
il baðstofukytra, sem hýsa skyldi þrjá fullorðna og sex börn.
Þar var því aðeins úr fjórum rúmstæðum að spila fyrir alla. Er
því nokkurn veginn víst, að um sýndarför eina var að ræða.
Skrifuðu þeir félagar skýrslu um málið, og féll það svo niður.
Ekki er kunnugt, að til slíks hafi komið í Skagafirði.
Þeim fóstbræðrum var ljóst, að engin lausn var fengin á
málum Jóns með því að grafa hann þarna lifandi. Það mun
þegar hafa verið ákveðið, er fiótti hans frá Sauðárkróki var ráð-
inn, að sú lausn væri ein fyrir hendi að komast af landi brott.
Þegar í öndverðu mun Jón hafa hugsað sér undankomuleiðina
um Siglufjörð. Þaðan gengu þá síldarskip á hverju hausti beint
til Noregs. Mátti að óreyndu hugsa sér margar undankomu-
leiðir þar. En það varð þeim ljóst, er meira var við þetta glímt,
að flestar mundu þær leiðir vandfarnar svo hvergi skeikaði, og
147