Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 21
KENNARINN Á KRÓKNUM
lagst þungt á marga. — Mannflutningar héðan til Vest-
urheims voru þá í algleymingi. Sumar af mínum fyrstu
minningum eru um grenjandi stórhríðar, blindlæstar
fannbreiður og viðkvæmar Vesturfararkveðjur. Það blés
því eigi byrlega fyrir efnalitlum hjónum með fullt hús
ungra barna á snjóþyngslajörð í illviðrasamri útdalasveit
að auka uppeldiskostnaðinn fram yfir það, er þurfti fyrir
brýnustu nauðsynjar til þess að framfleyta lífinu.
Að nokkru leyti munu þeir bræður Jón og Stefán, sem var hon-
um samferða í þessari fyrstu heimanferð, hafa notið þess að
Stefán móðurbróðir þeirra, síðar skólameistari, bjó þá á Möðru-
völlum og kenndi við skólann og hjá honum dvöldu þau Stefán
afi og Guðrún amma þeirra. Röskum fjórum áratugum síðar
rifjar Jón upp hvað hann var „lítt þroskaður andlega og enn
síður líkamlega" þegar hann hleypti heimdraganum og segir
enfremur: ...viðhorf mitt allt og vökudraumar voru sveita-
drengsins óþroskaða og heimaalna."
Hann var yngri en flestir skólafélagarnir og framan af lítill
eftir aldri þó hann yrði síðar meðalmaður á hæð og vasklega
byggður. Af því leiddi að hann var stundum kallaður Mikró-
skópur eða „den Mikroskopiske mand“. En strax við komuna í
skólann ákvað hann að halda til jafns við hina þó það útheimti
að stundum sprytti blóð úr nös. I náminu var Jón með þeim
hæstu, hann kunni og vel að svara fyrir sig. Frá því spratt ann-
að viðurnefni hans „John Bright" — „og þótti mér það mun
virðulegra."
John Bright þessi hafði sig töluvert í frammi í skólanum og
var kosinn í ritnefnd Skólapiltsins fyrsta veturinn á Möðruvöll-
um. Hann talaði oft á málfundum sem haldnir voru um ýmis
efni. Meðal þeirra voru: Sjávarútvegur, Vegabætur, Eftirlaun,
Draugatrú og svipir, Kaup karla og kvenna, Helgríman, Fjórða
víðáttan, Lausamennska, Er helvíti til? Og þó hann rækti nám-
ið vel var hann ekki laus við grallaraskap; tók þátt í ryskingum
19