Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 124
SKAGFIRÐINGABÓK
rós og nefnir ekki nafn Stefáns, en af bréfi hennar má ráða að
hann er henni ofarlega í huga. Hún ráðgerir að koma aftur síð-
sumars í „veisluna hennar Maríu“, en þar á hún við brúðkaup
systurdóttur sinnar, Maríu Claessen og Sigurðar Thoroddssen
verkfræðings, en hún virðist þó á báðum áttum. „Vorið eftir
sendi Stefán Sigurð bróður sinn á Reynistað eftir Elínu, þegar
hún var búin að segja upp skólanum og þau giftu sig þann 21.
maí 1903.”34
Mjög gestkvæmt var á hinu glæsilega heimili þeirra hjóna
vegna starfa Stefáns, auk þess tók Elín oft ungar stúlkur inn á
heimilið skamman tíma og fengu þær þá tilsögn í hannyrðum,
matreiðslu og almennu húshaldi. „Frú Elín vildi alla fræða og
af öllum læra, hún var að læra að spila á gítar haustið, sem jeg
var hjá henni, þá 49 ára gömul. Hún gladdist með glöðum og
hryggðist með hryggum,"35 segir Elísabet Guðmundsdóttir frá
Gili, sem var þeim hjónum vel kunnug.
A Sauðárkróksárunum gekk Elín í Hið skagfirska kvenfélag,
sem þar starfaði og veitti því forstöðu á árunum 1906 til 1910.
Hún hafði hug á að stuðla að stofnun kvenfélaga í öðrum
hreppum sýslunnar og flutti tillögu á fundi í októbermánuði
1907 „hvort kvenfélagið vildi ekki berjast fyrir því að stofnuð
væru smáfélög út um allan Skagafjörð, sem öll heyrðu undir
Hið skagfirska kvenfélag."36 Sú tillaga var samþykkt og kaus
fundurinn nefnd til að annast framkvæmd málsins og var Elín
formaður nefndarinnar.
Tvö félög voru stofnuð í sveitunum 1908, en það var Kven-
félag Skefilsstaðahrepps, stofnað í apríl 1908 og Hið skagfirska
kvenfélag í Staðarhreppi, sem stofnað var í júní 1908. Fyrsti
formaður þess félags var Sigríður á Reynistað. Sumarið 1909
var haldið samsæti á Sauðárkróki fyrir félagskonur og gesti úr
34 Sama heimild, bls. 47.
35 Sama heimild, bls. 48.
36 Aðalheiður B. Ormsdóttir: Við Ósinn, Rvík 1987, bls. 81.
122