Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 22
SKAGFIRÐINGABÓK
milli bekkjardeilda og meinlausari hrekkjum. Hann skráir í
dagbók sína að Halldór Briem kennari hafi sagt 41 sinni
„nefnilega" í einum sögutíma. Stundum var dansað fram til
þrjú á nóttu og kom þá oft aðkomufólk á staðinn. Jón kunni á
harmoniku, þó tæplega til að leika undir á stórballi, en eitt
kvöldið er hann sóttur úr próflestri til að gera við harmoniku
spilarans þegar bilar í henni gormur.
Frá Möðruvöllum útskrifaðist Jón 1899 sem „gagnfræðing-
ur“. Það var sú menntun er komst næst langskólanámi og þótti
merkileg þá, enda langt í það að landspróf, stúdentspróf og
jafnvel háskólapróf yrðu sjálfsögð og merkingarlítil mannrétt-
indi. Þorbjörn á Geitaskarði, bróðir Jóns, orðaði það eitthvað á
þessa leið: „Þá var van en nú er of þegar fólki með hæpið grips-
vit er þrýst á skólabekk."
Farkennarinn
Aldamótaárið og árin næstu þar/á eftir er Jón farkennari í
heimasveit sinni og fer á milli bæja og kennir börnum undir
fermingu. Þau eru gjarnan fjögur til sex í „bekk“, á mismun-
andi aldri og þroskastigi. Námsefnið er kverið, biblíusögur og
dæmisögur, lestur, skrift, réttritun, landafræði og reikningur
(höfuðreglur, margskonartölur og tugabrot). Dvelur hann þá á
viðkomandi sveitabæ einhverjar vikur í senn. Oft höfðu börnin
hlotið nokkra tilsögn hjá heimilisfólkinu áður, lært að stafa og
stauta, en eflaust var allur gangur á því hvað þau kunnu.
Nokkuð strangt hefur verið tekið á því að þeir sem vígðir voru
inn í samfélag kristinna manna kynnu lexíurnar sínar því Jón
hefur áhyggjur af sumum barnanna: „Gunni [breytt nafn] byrj-
ar lærdóm, er hann miklu ver að sér en ég hugði. Ekkert farinn
að læra biblíusögurnar ... afleitur í réttritun, og í lestri er hann
einungis vel stautandi. Er ég nú vondaufari en áður með að
hann nái fermingu."
20