Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 88
SKAGFIRÐINGABÓK
voru einnig látin læra til daglegra starfa. „Á sumrin var vinnan
við heyskapinn allra áhugamál en á veturna var setið við inni-
vinnuna og námið.“3 Hjónin voru mjög framfarasinnuð í öllu
er að verkmenningu laut, og bættu og byggðu á þeim jörðum
sem þau bjuggu á.
Ætt Elínar verður ekki rakin hér, en stutt frásögn af föður-
móður hennar, Valgerði Árnadóttur, er tekin inn í þáttinn,
vegna þess að hún lýsir svo vel aðstæðum kvenna á þeim tíma.
Hún fæddist 1779 og var dóttir prófastshjónanna í Holti undir
Eyjafjöllum. Kristín móðir hennar var systir Jóns Jakobssonar,
sýslumanns á Espihóli í Eyjafirði, föður Jóns Espólíns, sagn-
fræðings og sýslumanns í Skagafirði. Valgerður ólst upp hjá
þessum móðurbróður sínum, en um það segir Elín:
... stóð þannig á því að þau sýslumannshjónin á Espihóli
vildu taka dreng til fósturs af síra Árna og Kristínu í
Holti. En þegar komið var að sækja drenginn var hann
lasinn og gat ekki farið. Var Valgerður þá látin fara í
hans stað, og var hún þá fjögurra ára gömul, fallegt og
efnilegt barn. Móðir hennar fór með henni norður og
skildi við hana sofandi. Hefir henni víst verið sá skiln-
aður sár og litlu stúlkunni leið aldrei úr minni, þegar
hún vaknaði og móðir hennar var farin. Sýslumanns-
frúnni mislíkaði að hún fékk ekki dreng til fósturs eins
og um var talað og lét hún barnið gjalda þess. Þegar
Valgerður óx upp lærði hún af sjálfri sér að skrifa og lesa
dönsku, en varð að fara dult með, því að á þeim árum
fengu stúlkur ekki að læra slíkt. Samt sem áður var það
3 Allar frásagnir af æskuheimili Elínar og af ættmennum hennar eru byggðar á
eftirtöldum greinum hennar, nema annars sé getið: Helstu æfiatriði sýslumanns-
hjónanna Eggerts Gunnlaugssonar Briem og Ingibjargar Eiríksdóttur, Lesbók
Morgunb/adsins, 5. og 6. tbl., Rvík 1940. Nokkrar endurminningar frá 1874,
Hlín, 13. ár, Ak. 1929, bls. 86—89- Helstu æfiatriði Kristínar Claessen, f.
Briem, Hlín, 22. át, Ak. 1939, bls. 26-35.
86