Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 154
SKAGFIRÐINGABÓK
mundsson sýslumaður. Af skiljanlegum ástæðum taldi Hjálm-
ar sig ekki eiga þar órekin erindi. Spurði þó eftir tjaldi Arna.
Var leyst greiðlega úr því án allrar forvitni um, hver þar væri á
ferð né hverra erinda. Hjálmar leitaði tjaldsins, vakti og spurði
eftir Árna. Hann skoraðist undan að sinna þessu kvabbi og
mæltist til, að erindið væri gert uppskátt. Þó féllu ræður svo,
að Árni skaut höfði út úr tjaldinu. Hjálmar náði eyra hans og
hvíslaði: „Er með Jóni Páima.“ Árni svaraði engu, en snaraðist
út. Tókust þar hlýlegar samræður. Sögðu þeir allt af létta um
erindið. Árni kvaðst ekki geta greitt götu þeirra eins og vert
væri. En hann benti þeim á pramma, er þar var bundinn við
bakkann. Hann kvaðst ekki geta léð hann. En ekkert mundi
hann vita um það að morgni, hversu báturinn hefði komizt
austur yfir. Þótt Árni mælti í hálfyrðum einum, fundu þeir
samhug hans og góðvild, enda nægði þessi fyrirgreiðsla svo, að
á betra varð ekki kosið. Árni mun hafa talið öruggara að stfga
ekki framar en þetta vegna tjaldbúanna og nágrennisins. Var
sprett af hestunum í snatri, reiðtygjum kastað í bátinn og hest-
arnir sundlagðir. Greiddist ferðin yfir Vötnin hið bezta. Stigu
þeir á hestana og hröðuðu sér yfir Hegranesið sem mest þeir
máttu, enda tók nú mjög að nálgast fótaferðartíma, en af skilj-
anlegum ástæðum kusu þeir sem fæsta á fótum meðan þeir
voru á ferli. Héldu þeir yfir Vatnabrúna, en beygðu af henni
suður með brekkunum. Þegar þeir fóru hjá Ytri-Hofdölum,
var verið að leggja á hesta undir heyband, þó klukkan væri
lítið yfir sex. Varð það fangaráð þeirra félaga að fara þar geyst
um, og varð ekki af kveðjum. Héldu þeir að Ytri-Brekkum og
var tekið þar með ágætum, hestarnir hýstir og aldir, en þeir
félagar faldir af kostgæfni.
Þegar náttaði, héldu þeir af stað og fóru geyst sem fyrr.
Héldu þeir að Óslandi. Þar bjó þá Sigurjón Jónasson, þekktur
maður, öruggur ferðamaður, hugrakkur í bezta lagi og ráðslyng-
ur. Hvorugur þeirra þekkti Sigurjón nema í sjón. Þykir ein-
sætt, að það heillaráð að leita hans hafi verið undan skagfirzk-
152