Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 135
„AÐ HAFA GÁT Á EFNAHAG SÍNUM"
hversdagsleikann. Á síðustu tímum hefur þetta breyst og sagn-
fræðingar, ekki síst í kvennasagnfræði, huga meira að lifnaðar-
háttum, verklagi og menningu samfélaga. I dag getum við skrúf-
að frá krana og fengið heitt eða kalt vatn eftir þörfum, en um
aldamótin voru þetta eðlileg heilræði: „Allt matarvatn skal sía,
annaðhvort um leið og það er brúkað, eða þegar því er hellt í
vatnstunnuna."
Elín kennir hvernig að skuli farið, þegar kveikt er upp í elda-
vélinni að morgni. Þar þurfti kunnáttu við til þess að vel log-
aði og reykur og sót myndaðist ekki. Vinnuaðferðir hennar þykja
okkur í dag frumstæðar og erfiðissamar, en þær dugðu til að
viðhalda hreinlæti í hýbýlum manna. Hún notaði hrosshárs-
þvögu til að ná skófum úr pottum og skúffur úr bakarofnum
og fleiri eldhúsáhöld voru fægð úr fínum sandi. Elín segir að
giuggarúður skuli þvo viku- eða hálfsmánaðarlega. Til þess not-
aði hún ekki úðabrúsa en kennir aðferð til þess: „Einnig má þvo
rúður þannig, að hella dálitlu af vatni á mulda krít og hræra
henni saman við það; þá er blautri krítinni núið á rúðurnar
beggja megin; í staðinn fyrir vatn er betra að brúka brennivín.
Síðan eru þær látnar þorna, og því næst nuddaðar og núnar,
þangað til þær eru orðnar vel hreinar og fágaðar.”
Að hluta er bókin byggð upp sem ágrip af heilsufræði, en
þar er meðal annars kafli um næringarefnin og samsetningu
þeirra. Undirfyrirsögn í þeim kafla nefnist „Matartöflur." Þar
er t.d. tafla um miðdegismat handa þremur vinnandi mönnum
og gefnir tveir kostir. Annars vegar grjónasúpa og steik, hins
vegar saltfiskur og kartöflur. Síðan eru næringarefnin reiknuð
út, mjölefni og sykur, fita og eggjahvíta. Auk þess er útreikn-
ingur á kostnaði við matreiðslu þessara rétta fyrir einn mann.
Annar kafli er um loftið. Gömlu torfbæirnir, kaldir og rakir,
töldust ekki hollir bústaðir og þegar við bættist ónóg eða eng-
in loftræsting hefur fólki ekki veitt af upplýsingu um áhrif
andrúmsloftsins á heilsuna. Elín leggur mikla áherslu á þrifnað
og loftræstingu, hún telur að margir hafi vanist vondu lofti „en
133