Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 166
SKAGFIRÐINGABÓK
finna hús mitt, því ég hafði lýst því og afstöðunni fyrir honum,
eins greinilega og ég gat.
Við mágarnir biðum fram í birtingu. Þá kom Jón Pálmi.
Hann hafði sökum ókunnugleikans beðið bátsins um nóttina
alllangt frá aftöluðum stað, ekkert séð fyrir myrkrinu, og þegar
hann var orðinn úrkula vonar um flutning hafði hann farið aft-
ur fram í Leyning. Sigurður hafði ekki getað fylgt honum um
kvöldið, en fylgdi honum nú svo langt, að hann gat sýnt hon-
um hús mitt. Jón var orðinn nær holdvotur, því talsvert hafði
rignt um nóttina. Farangur hans var ekki til tafar, hann var
aðeins ein lítil handtaska. Við fengum okkur kaffi í mesta flýti
og rerum svo um borð. Þá var fólk að koma á fætur og nokkrir
menn sáu okkur, og hirti ég ekkert um það, þvx að ég vissi, að
fáir á Siglufirði þekktu Jón Pálma, enda varð nú ekki í allt séð
úr því sem komið var. Fór ég með „hr. Hansen“ niður í klefa
skipstjórans, sem tók við honum og sagði honum að dvelja þar.
En nú kom babb í bátinn. Skipið hafði átt að láta héðan í
haf og hvergi að koma við fyrr en í Bergen. Nú hafði þessu
verið breytt og skipið átti að sigla inn til Akureyrar. Eg man
nú ekki hver ástæðan var til þessa, en minnir þó, að það væri
til þess að fá áritun brezka ræðismannsins þar á skipsskjölin.
Þetta orsakaði einnig það, að burtferð skipsins frestaðist til
kvölds. Með því fór heill hópur farþega héðan til Akureyrar og
meðal þeirra var sjálfur lögreglustjórinn.
Mér var alls ekki rótt. Eg sagði Jóni Pálma allt um ástandið
og horfurnar og spurði hann, hvort hann kysi heldur að leggja
sig í þá hættu að halda áfram með skipinu eins og nú horfði
eða fara með mér aftur í land og bíða betra tækifæris. Við vor-
um báðir nokkuð vaklandi og kölluðum Förland skipstjóra til.
Förland réði heldur til, að „Hansen" héldi ferðinni áfram, aldrei
færi það verr en svo, að hann yrði tekinn, og það gæti hann
eins orðið þótt hann yrði eftir. Auk þess sagði skipstjóri, að
hann væri sæmilega öruggur inni í klefa sínum, því þangað
færi enginn nema með leyfi sínu. Það var því fastráðið, að Jón
164