Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 100
SKAGFIRÐINGABÓK
þriðja tímabil, önnur tvö, en hinar þrjár aðeins eitt tímabil.
Auk þeirra sex sem tóku prófið, eru nafngreindar fimm stúlk-
ur, sem stunduðu nám eina önn en tóku ekki próf um vorið.
Bóklegar námsgreinar voru: Réttritun, danska, landafræði
og reikningur. Aðeins tvær stúlkur tóku próf í öllum bóklegu
greinunum. Verklegar greinar voru: Baldering, brodering, skatt-
ering, fatasaumur og flos. Ein stúlka lærði krosssaum og fékk
einkunn fýrir. Onnur heklaði þríhyrnu og saumaði fald og fékk
einkunn fyrir hvort tveggja. Tvær stúlkur lærðu að knippla, en
fyrir það var ekki gefin nein einkunn.
Vorið 1880 luku fimm stúlkur prófi.13 Aðeins ein stúlka
lauk prófi í öllum bóklegu greinunum, og var hún í skólanum
allan kennslutímann. Fram kemur að níu stúlkur hafi stundað
nám þennan vetur, en mislangan tíma. Ekki var tekið próf í
matreiðslu, og skýringu á því er að finna í prófbókinni frá Hjalta-
stöðum og Flugumýri. Þar greinir prófdómarinn, sr. Zóphonías
Halldórsson í Viðvík, frá því við vorpróf 1882 að „við ekkert
vorpróf kvennaskólans hefir verið haldið próf í matreiðslu".14
Prófdómarinn virðist greina frá þessu vegna þess að deilur hafi
komið upp við prófið. Eftir að einkunnir hafa verið skráðar og
gerð grein fyrir námsefni, þá er bætt við: .þess má geta, að í
matreiðslu fékkst ekki yfirheyrt."
I stuttu máli skýrir Zóphonías svo frá, að matreiðsla hafi
verið kennd verklega á þann hátt að námsmeyjar hafi verið
„hafðar við mat og matartilbúning til skiptis" þann tíma, sem
þær hafi verið á skólanum, auk þess hafi kennslukona látið stúlk-
urnar rita aðferðina sér til minnis, ef matartilbúningur hafi
verið óvanalegur. Undir prófið rita kennslukonan, Kristín Ara-
dóttir, og prófdómararnir, Sigurlaug Gunnarsdóttir og Zóphon-
ías Halldórsson. Af orðum hans má ráða að krafa hafi komið
um það í miðjum prófum, að einnig væri prófað í verklegri
13 HsB 901 4to.
14 HsB 901 4to.
98