Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 164
SKAGFIRÐINGABÓK
egi. Jón Pálmi hafði nú skipt um nafn, og hét nú Arne Hansen
og var Norðmaður.
Vegabréf A. Hansens var afhent skipstjóra, ásamt vegabréf-
um Norðmannanna og dugði honum vel, eigi einungis við
landgönguna í Noregi, heldur og við dvöl hans þar og annars
staðar á Norðurlöndum næstu árin og mun einnig hafa dugað
honum til þess að fá nýtt og fullkomnara vegabréf í Kaup-
mannahöfn, þegar hann síðar fór vestur um haf. En hann varð
alltaf á Norðurlöndum að ganga undir nafninu Arne Hansen
og vera norskur að þjóðerni.
Þegar skipið var ferðbúið, sendi skipstjóri í land með bréf til
mín. Hann tjáði mér í því, að hann hefði nú tekið við skips-
skjölunum. Burtfarartími skipsins væri ákveðinn kl. 7 að morgni,
og kvaðst hann sjálfur verða á þilfari skipsins kl. 12—01 um
nóttina til að taka á móti manninum. Eg sendi strax með bréf
til Jóns og lagði undir við hann að vera kominn niður í Hafn-
arfjörur kl. 12 á miðnætti. Og þegar hann sæi einn mann á
smáfari nálgast land þar, þá skyldi hann gefa honum merki;
þessi maður ætti að flytja hann um borð, en til þess hafði ég
valið Jón Gíslason mág minn, sem ég gat trúað eins og sjálfum
mér.
Kringumstæðurnar virtust ætla að verða okkur hagstæðar.
Um kvöldið rak yfir sótþoku svo svarta, að vart sá faðm frá sér.
Eg fór um borð um kvöldið til að bíða þar, taka á móti Jóni og
kveðja hann. Við Förland sátum við toddýglas þar til kl. var
12, þá fórum við upp á þilfar og biðum þar og störðum út í
þokuna og hlustuðum eftir áraglamminu. Við biðum til kl. eitt
og enginn kom. Enn biðum við, og klukkan varð tvö. Loks
urðum við varir við smábát, sem er kominn alveg að skipshlið-
inni, en í honum er aðeins einn maður, Jón mágur minn. Hann
kemur upp á þilfarið og segir mér, að hann hafi beðið allan
þennan tíma, en Jón Pálmi hafi ekki komið. Mér brá, og ég
verð að segja það, að ég hefi sjaldan fengið fregn, sem mér hafi
komið verr að heyra. Förland sagði strax, þegar hann hafði
162