Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 99
„AÐ HAFA GÁT Á EFNAHAG SÍNUM''
það að verkum, að ekki er hægt að fullyrða hversu margar stúlk-
ur stunduðu þar nám, né hvernig kennslan fór fram. Við stofn-
un skóla setja menn sér langtíma markmið, en aðstæður allar
ráða miklu um framkvæmdina. Skólahaldið í Asi var fyrsta til-
raunin í þessa veru í Skagafirði, og skipulagsskráin ein nægir
ekki svo hægt sé að fullyrða hvernig kennslunni var hagað.
Skólinn naut opinberra styrkja úr landssjóði og sýslusjóði, þó
landssjóður greiddi styrk fyrir ákveðinn fjölda nemenda, þá
segir það ekkert um hvort stúlkurnar voru allan kennslutím-
ann eða ekki, eða hvort þær luku prófi. I prófbók Skagfirska
kvennaskólans, sem varðveist hefur frá vorprófum 1879—82,
skrifar Elín Briem: „Prófskýrslan frá 1. ári skólans (1877—78) er
týnd framan af.“u
Það er að sjálfsögðu auðsætt, ef miðað er við níu vikna tíma-
bil til að nema þær greinar, sem taldar eru hér að framan, að
fremur var um námskeiðahald að ræða, en skóla eftir nútíma-
skilningi. Þó hefur þessi kennsla vafalaust notast dugmiklum
stúlkum, sem annars hefðu enga tilsögn eða upplýsingu fengið.
Skólinn starfaði eitt ár í Asi, en síðan að Hjaltastöðum í
Blönduhlíð tvo vetur, og síðast var skólinn á Flugumýri, einn-
ig tvo vetur. Okkur er kunnugt um eina námsmey, sem var eitt
tímabil á skólanum í Asi, en það var Sigríður Jónsdóttir frá
Djúpadal.12
Árið 1878 var Elín Briem ráðin forstöðukona að skólanum á
Hjaltastöðum, aðeins 22 ára að aldri, og kenndi hún þar næstu
tvo vetur. Meiri upplýsingar eru um skólann á Hjaltastöðum,
því prófbók skólans hefur varðveist eins og kemur fram hér á
undan, og þar er hægt að sjá fjölda námsmeyja og eins hvaða
greinar voru kenndar. Sama tilhögun var þar og í Ási, að skól-
anum var skipt í þrjú níu vikna tímabil. Vorið 1879 taka sex
stúlkur próf. Aðeins ein stúlka var allan veturinn, ein var hálft
11 HsB 901 4to. 1 Héraðsskjalasafni Húnvetninga á Blönduósi.
12 Ættir og óðal. Frásagtiir Jóns Sigurðssonar á Reynistað, Ak. 1988, bls. 172.
7 Skagfirdingabók
97