Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 112
SKAGFIRÐINGABÓK
kennslu var hagað er fram liðu stundir, né heldur um kennslu-
bækur.
Fyrstu árin voru þær Elín og Sigríður einar um alla kennslu.
Þær kenndu að vísu ekki matreiðslu, því kennslunni í þeirri
grein var hagað þannig, að stúlkurnar skiptust á um að vinna í
eldhúsi með ráðskonu staðarins, sem sagði þeim til í matreiðslu
undir eftirliti kennslukvenna. Nemendur voru einnig látnir
skrifa upp aðferðir við matreiðsluna, og eftir að Kvennafræð-
arinn kom út, var hann notaður við kennsluna. I fyrstu kvenna-
skólunum var meiri áhersla lögð á bóknám. Það er ekki fyrr en
síðar, þegar húsmæðraskólar tóku til starfa, að aðaláhersla er
lögð á verklegt nám, t.d. verður Blönduósskólinn ekki eigin-
legur hússtjórnarskóli fyrr en 1923.
Samkvæmt skýrslunni kenna þær hvor um sig 34 stundir á
viku, þar við bætast leiðréttingar á stílum. Þá er ótalin öll
kennsla í hússtjórn, þ.e. matreiðslu, þvottum og ræstingu. Þær
höfðu báðar umsjón með stúlkunum og rekstri skólans, en Elín
hafði miklar annir af bréfaskriftum fyrir skólann þó hún sæi
ekki um fjármálin, en hún sá um útvegun á matföngum og
öðru því, sem til skólahaldsins þurfti. Vinnudagur þeirra var
því mjög langur, og kemur það fram í bréfum hennar.
Laun forstöðukonu fyrstu árin voru 300 krónur á ári, auk
fæðis og húsnæðis, 200 krónur fyrir kennslukonu með sömu
fríðindum. Til samanburðar er fróðlegt að lesa fundargerð sýslu-
fundar Skagafjarðarsýslu frá árinu 1883, þar sem rætt er um
hinn nýstofnaða Hólaskóla, en þar ætluðu sýslurnar jafnframt
að „halda sameiginlegt bú á jörðinni undir forstöðu búfræð-
ings, er jafnframt sje skólastjóri. Til þess var ráðinn búfræðing-
ur Jósef Björnsson, er tók að sjer stjórn skólans og forstöðu
búsins fyrir 1200 kr. kaup um árið.“23
Launamismunurinn er mikill, en gera þarf nánari grein fyrir
störfum og menntun beggja. Skólastjórinn á Hólum og Elín
23 HSk. Gjörðabók sýslunefndar Skagafjarðarsýslu, aukafundur 1. maí 1883.
110