Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 177
LÚSA-FINNUR
það eiga að vera til hestakaupa á Eyrarbakka. Ekki er þess getið
að Finnur fengi lánið.9
Hætt er við að Hafnarstúdentinum hafí þótt dauflegt heima
fyrir og gleðisnautt. En hann lét ekki hugfallast; hann átti sann-
arlega erindi til Hafnar aftur, því enn var ólokið náminu, og
sumarið eftir hélt hann utan í þriðja sinn. Er þó svo að sjá að
hann hafi áður orðið að gera að einhverju leyti upp skuldirnar
við frænda sinn því 1788 var þinglýst afsalsbréfi hans frá 1785
á 15 hundraða jarðarparti, hálfu Hörgsholti í Arnessýslu, fyrir
100 ríkisdali til Hannesar Finnssonar.10 — Kannski hefur hann
þó einfaldlega verið að afla farareyris. En þegar haft er í huga
að þessi 100 ríkisdala jarðarpartur var hálf bújörð ásamt hálfri
hjáleigu, er fljótséð að Kaupmannahafnardvöl Finns kostaði
mörg jarðarverð.
Kvöld eitt veturinn 1786 var Finnur við drykkju með Þór-
arni Liliendahl, skólafélaga sínum, og Lárusi Snefleld, skrifara í
rentukammerinu. I ljósaskiptunum komu þeir heim til Magn-
úsar Stephensens og bað Lárus hann að lána sér ríkisdal; Magn-
ús neitaði enda var Lárus drukkinn. Einhvers staðar komust
þeir þó yfir nokkra skildinga, fóru á knæpu og héldu gleðinni
áfram. Um nóttina urðu þeir ófærir til heimferðar og voru allir
kasaðir saman í einu rúmi. Um morguninn fannst Lárus Sne-
field dauður undir félögum sínum og hafði kafnað.* 11
Jón Eiríksson konferensráð virðist hafa haft á einhvern hátt
hönd í bagga með Finni eins og fleirum á þessum árum. Hann
var þá störfum hlaðinn og í miklum metorðum í Rentukamm-
erinu. Jón var ákafamaður en ýmislegt mun þó hafa verið hon-
um andstreymt og árangurinn af starfi hans lét löngum á sér
standa. I marz 1787 gafst hann upp á þessu stríði og fyrirfór
sér.
9 Lbs. 29 fol. Bréf dagsett á Innra-Hólmi 13. júní 1784; sbr. einnig H.Þ.:
„Finnur Jónsson." Æfir lærðra manna 15.
10 Alþingisbœkur íslands XVI, bls. 398.
11 Magnús Stephensen: [Ævisaga]. Merkir íslendingar II, bls. 90-91.
175